Viðskipti innlent

Næstmest verðbólga á íslandi

Verðbólga mældist 5,7 prósent á Íslandi á tímabilinu frá júní 2005 til júní 2006. Verðbólgan reyndist sú næsthæsta á evrusvæðinu en 6,3 prósent verðbólga var í Lettlandi. Einungis 1,5 prósent verðbólga mældist í Póllandi og Finnlandi.

Meðalverðbólga á EES-svæðinu reyndist 2,4 prósent. Verðbólgan hér á landi er þannig umtalsvert meiri en í helstu viðskiptalöndum; verðbólga í Bandaríkjunum er 4,2 prósent og 2,5 prósent í löndum evrunnar. 0,6 prósent verðbólga er í Japan.

Verðbólgutölurnar byggja á samræmdri vísitölu neysluverðs en þar er hvorki eldsneytisverð né fasteignaverð tekið í reikninginn. Verðbólga samkvæmt vísitölu neysluverðs, sem venjan er að miða við hér á landi, mælist átta prósent.

Fram kemur í Morgunkornum Glitnis að dregið hafi saman með verðbólgumælikvörðunum tveimur og vænta megi áframhaldandi þróun í þá átt. Sérstaklega þegar lækkanir á fasteignaverði fara að skila sér í hina hefðbundnu vísitölu neysluverðs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×