Erlent

Varar við þróuninni í Afríku

Jacques Chirac
Jacques Chirac

Forseti Frakklands, Jacques Chirac, varaði við því í viðtali á föstudag að Afríkubúar myndu flæða yfir jörðina ef ekkert yrði að gert til að þróa efnahag heimsálfunnar. Í sjónvarpsviðtalinu sagði forsetinn að um helmingur allra 950 milljóna Afríkubúa væri undir sautján ára aldri og að árið 2050 yrðu Afríkubúar orðnir tveir milljarðar talsins.

„Ef við stuðlum ekki að þróun Afríku munu Afríkubúar flæða yfir heiminn,“ sagði Chirac. Fyrr í vikunni sagði innanríkisráðherra Frakklands að varlega þyrfti að fara svo landið yrði ekki víggirt, til þess eins að verjast innflytjendum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×