Erlent

Astmi tengdur sundlaugaklór

Fjör í sundi Minni klór er almennt notaður í útilaugum en innilaugum.
Fjör í sundi Minni klór er almennt notaður í útilaugum en innilaugum. MYND/nordicphotos/afp

Ný belgísk rannsókn bendir til þess að samhengi sé á milli astma í börnum og klórs í sundlaugum, að því er fram kemur á fréttavef breska ríkisútvarpsins, BBC.

Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar, sem Kaþólski háskólinn í Louvain lét gera, jókst hlutfall barnaastma um tvö til þrjú prósent á hverja innilaug á hundrað þúsund íbúa. Vísindamennirnir telja að helst sé notkun klórs í sundlaugum um að kenna.

Rannsóknin náði til 190 þúsund þrettán og fjórtán ára unglinga í 21 landi. Astmatilfelli hafa aukist um fimmtíu prósent á síðustu 25 árum í iðnríkjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×