Erlent

Sprengjuregn í Nasaret

Ísraelsk yfirvöld segja að eldflaug Hizbollah-samtakanna hafi skemmt byggingu í Nasaret. Þrennt er talið látið, þar af tvö börn.

Jesús Kristur er oft kenndur við Nasaret og bæinn prýða fjölmargar kirkjur og önnur kennileiti kristinnar trúar, en ekki er vitað til þess að skemmdir hafi orðið á þeim. Íbúar bæjarins eru flestir af arabísku bergi brotnir.

Alls hafa sextán ísraelskir borgarar og tólf hermenn látið lífið í átökunum en tala látinna líbanskra borgara nálgast þriðja hundraðið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×