Erlent

Tuttugu látnir í Evrópu

Kæla sig í gosbrunnum Þessi börn fundu góða aðferð til að kæla sig í gosbrunnunum á aðaltorginu í bænum Antibes í Suður-Frakklandi.
Kæla sig í gosbrunnum Þessi börn fundu góða aðferð til að kæla sig í gosbrunnunum á aðaltorginu í bænum Antibes í Suður-Frakklandi. MYND/AP

Hitabylgjan í Evrópu hefur að öllum líkindum orðið um tuttugu manns að bana, þar á meðal 15 mánaða gömlu barni og 94 ára konu. Fjórir hinna látnu dóu á vinnustað, tveir við íþróttaiðkun og tveir voru heimilislausir á götum úti.

Hitabylgjan hefur haft margvísleg áhrif í Evrópulöndum. Í Þýskalandi hefur þurft að draga úr starfsemi þriggja kjarnorkuvera vegna þess að kælivatn, sem tekið er úr ánni Elbu, hefur hitnað svo mjög að það er varla nothæft til kælingar.

Á miðvikudaginn, sem var heitasti dagurinn í Bretlandi, mældist hitinn í neðanjarðarlestum Lundúnaborgar 47 gráður. Dómarar þar í borg létu sig hafa það að taka ofan hárkollurnar, sem þeim er skylt að nota við réttar­höld, og lífverðirnir við Buckingham-höll fengu leyfi til þess að standa í skugganum.

Hinu megin Atlantshafsins, í Bandaríkjunum, hefur hitabylgja ekki síður gert fólki lífið erfitt núna í vikunni.

Í borginni St. Louis og nágrenni hennar gerði ofsarok illt verra með því að valda rafmagnsleysi mitt í hitasvækjunni, þannig að kælibúnaður í húsum varð óvirkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×