Innlent

Vill einfalda skattlagningu

Finnur Árnason, forstjóri Haga Segir matvöru vera margskattlagða og vill að vörugjald verði fellt niður.
Finnur Árnason, forstjóri Haga Segir matvöru vera margskattlagða og vill að vörugjald verði fellt niður.

Forstjóri Haga vill að skattlagning matvæla sé aðeins í formi virðisaukaskatts og að vörugjald verði fellt niður. „Ég tel að það sé eðlilegt að skatturinn sé tekinn bara á einum stað og það sé virðisaukaskattur,“ segir Finnur Árnason, forstjóri Haga. Nýlega kom út skýrsla nefndar á vegum forsætisráðherra um orsök hás matvælaverðs. Nefndin kemst að þeirri niðurstöðu að matarreikningur meðalfjölskyldu geti lækkað um allt að 130.000 krónur ef farið verði að öllum tillögum hennar.

Til glöggvunar er dæmi um skattlagningu strásykurs þar sem eitt kíló af sykri er skattlagt um 112 prósent. Innkaupsverðið ásamt flutningskosntaði er 35 krónur en síðan leggur ríkið á 30 króna vörugjald og 14 prósenta virðisaukaskatt. Sykurpokinn kostar þá 74 krónur ef gert er ráð fyrir engri álagningu.

Finnur segir að yfirvöldum sé algjörlega frjálst að lækka tolla á matvöru og telur einnig mikilvægt að samræma virðisaukskattsþrepin þar sem stór hluti matvöru sé skattlagður um 24,5 prósent. Hann vonast til þess að stjórnvöld fari að tillögum nefndarinnar og lækki þar með matarreikning landsmanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×