Innlent

Metár í utanlandsferðum

Í sól og sumaryl Ekki dregur úr eftirspurn eftir sólarlandaferðum þótt veður sé gott hér á landi. Fólk vill meira af því góða.
Í sól og sumaryl Ekki dregur úr eftirspurn eftir sólarlandaferðum þótt veður sé gott hér á landi. Fólk vill meira af því góða.

 Það er ekki logið á ferðagleði landans, eins og kemur skýrast fram hjá íslenskum ferðaskrifstofum þessa dagana. Uppselt er í flestar ferðir til sólarlanda næstu þrjár vikurnar. Þegar allt er talið eru seld hundruð þúsunda sæta á hverju ári í sólina, skíðaferðir, borgarferðir og sérferðir margs konar. Athygli vekur að mikið er spurt um sólarlandaferðir þegar veður er gott hér á landi.

Þorsteinn Guðjónsson, framkvæmdastjóri Úrvals-Útsýnar, segir Íslendinga bregðast eins við í snjóbyl og sólarbrækju. „Allt veður virðist hafa góð áhrif á ferðalög. Í góðu veðri talar fólk um sól og ferðalög og það vekur áhuga á því að ferðast. Mjög vont veður í langan tíma vekur upp sama umtal. Íslendingar trúa því ekki að gott veður haldist lengi og því er það hvetjandi en ekki letjandi þegar sól skín í heiði.“ Þorsteinn minnist þess að í hitabylgjunni í ágúst 2004 var mjög mikið að gera á öllum ferðaskrifstofum hérlendis.

Þorsteinn segir að í ár verði sett met í utanlandsferðum, þrátt fyrir svartsýnistal í byrjun árs. Þá var talið að samdráttur yrði í ferðalögum landans til útlanda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×