Hótaði afsögn á fundinum 25. júlí 2006 07:45 Sigursteinn Másson Sigursteinn Másson, formaður Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ), hótaði afsögn ef aðalstjórn bandalagsins neitaði að samþykkja ráðningarsamning nýs framkvæmdastjóra. Hópur áhrifamanna innan Öryrkjabandalags Íslands ætlar að kæra Sigurstein til félagsmálaráðuneytisins fyrir hvernig hann stóð að gerð ráðningarsamningsins. Fullyrt er að hann hafi þvingað fram staðfestingu á samningnum án þess að aðalstjórnarmönnum hafi gefist tækifæri til að sjá samninginn og það sé brot á lögum bandalagsins. Guðmundur S. Johnsen, formaður Félags lesblindra á Íslandi og aðalstjórnarmaður, er einn þeirra sem ætla að kæra. „Sigursteinn lagði samninginn fyrir aðalstjórn og þá kom í ljós að fáir vildu samþykkja hann óséðan. Þá hótaði hann því að ef samningurinn yrði ekki samþykktur óséður þá myndi hann segja stöðu sinni lausri og ganga af fundi. Það væri því betra fyrir menn að samþykkja samninginn." Guðmundur segir að hluti stjórnarmanna hafi látið undan þessum þrýstingi frá Sigursteini, enda menn nýbúnir að ganga í gegnum erfitt mál, þar sem Arnþóri Helgasyni var sagt upp, og fannst nóg komið. „Það voru tveir sem greiddu atkvæði á móti, ég og Guðmundur Magnússon. Meirihluti stjórnar greiddi því atkvæði á móti eða sat hjá. Samningurinn var því afgreiddur með minnihluta atkvæða þar sem meirihlutinn sat hjá." Spurður af hverju hann hótaði uppsögn, ef afgreiðsla málsins var í löglegum farvegi, segist Sigursteinn hafa lagt formannsstólinn að veði því að ef aðalstjórnin hefði ekki staðfest ráðningu nýs framkvæmdastjóra þá hefði það verið vantraustsyfirlýsing á hann. „Mikill meirihluti afgreiddi málið og því er lokið." Sigursteinn segir jafnframt að allir aðalstjórnarmenn hafi haft aðgang að samningi við nýjan framkvæmdastjóra. „Það er auðvitað þannig í ÖBÍ eins og annars staðar að þegar um er að ræða ráðningarsamninga um stöðu framkvæmdastjóra, og það er þannig í aðildarfélögum ÖBÍ, og þá er það reglan á íslenskum vinnumarkaði frekar en undantekning, að það eru trúnaðarákvæði. Í þessu tilfelli var það þannig að gert var ráð fyrir að aðalstjórnarmenn skrifuðu undir eið um trúnað, að öðrum kosti hefði verið um að ræða riftun á ráðningarsamningi nýs framkvæmdastjóra. Þessir menn voru ekki tilbúnir til að gera það," segir Sigursteinn. Innlent Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
Sigursteinn Másson, formaður Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ), hótaði afsögn ef aðalstjórn bandalagsins neitaði að samþykkja ráðningarsamning nýs framkvæmdastjóra. Hópur áhrifamanna innan Öryrkjabandalags Íslands ætlar að kæra Sigurstein til félagsmálaráðuneytisins fyrir hvernig hann stóð að gerð ráðningarsamningsins. Fullyrt er að hann hafi þvingað fram staðfestingu á samningnum án þess að aðalstjórnarmönnum hafi gefist tækifæri til að sjá samninginn og það sé brot á lögum bandalagsins. Guðmundur S. Johnsen, formaður Félags lesblindra á Íslandi og aðalstjórnarmaður, er einn þeirra sem ætla að kæra. „Sigursteinn lagði samninginn fyrir aðalstjórn og þá kom í ljós að fáir vildu samþykkja hann óséðan. Þá hótaði hann því að ef samningurinn yrði ekki samþykktur óséður þá myndi hann segja stöðu sinni lausri og ganga af fundi. Það væri því betra fyrir menn að samþykkja samninginn." Guðmundur segir að hluti stjórnarmanna hafi látið undan þessum þrýstingi frá Sigursteini, enda menn nýbúnir að ganga í gegnum erfitt mál, þar sem Arnþóri Helgasyni var sagt upp, og fannst nóg komið. „Það voru tveir sem greiddu atkvæði á móti, ég og Guðmundur Magnússon. Meirihluti stjórnar greiddi því atkvæði á móti eða sat hjá. Samningurinn var því afgreiddur með minnihluta atkvæða þar sem meirihlutinn sat hjá." Spurður af hverju hann hótaði uppsögn, ef afgreiðsla málsins var í löglegum farvegi, segist Sigursteinn hafa lagt formannsstólinn að veði því að ef aðalstjórnin hefði ekki staðfest ráðningu nýs framkvæmdastjóra þá hefði það verið vantraustsyfirlýsing á hann. „Mikill meirihluti afgreiddi málið og því er lokið." Sigursteinn segir jafnframt að allir aðalstjórnarmenn hafi haft aðgang að samningi við nýjan framkvæmdastjóra. „Það er auðvitað þannig í ÖBÍ eins og annars staðar að þegar um er að ræða ráðningarsamninga um stöðu framkvæmdastjóra, og það er þannig í aðildarfélögum ÖBÍ, og þá er það reglan á íslenskum vinnumarkaði frekar en undantekning, að það eru trúnaðarákvæði. Í þessu tilfelli var það þannig að gert var ráð fyrir að aðalstjórnarmenn skrifuðu undir eið um trúnað, að öðrum kosti hefði verið um að ræða riftun á ráðningarsamningi nýs framkvæmdastjóra. Þessir menn voru ekki tilbúnir til að gera það," segir Sigursteinn.
Innlent Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira