Erlent

Verða sendir í endurhæfingu

Vopnaðir íslamistar handtóku tuttugu manns í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu, í síðustu viku fyrir að horfa á klámmyndband. Þetta er eitt af mörgum málum sem hafa komið upp í kjölfar valdatöku íslamskra bókstafstrúarmanna, sem vilja bæta siði landsmanna.

Tuttugu vopnaðir menn réðust inn í bíósal og handtóku áhorfendur myndarinnar. „Þeir verða sendir í endurhæfingu og sleppt þegar við höfum sagt þeim frá ókostum þess að horfa á svona myndir og hvað íslamstrú segir um þær,“ sagði starfsmaður íslamskra dómstóla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×