Innlent

Gríðarlegir fjármunir tapast

þota icelandair Formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra segir fráleitt að menn séu að gera sér upp veikindin. Með fleiri vinnudögum á ári fylgi fleiri veikindadagar.
þota icelandair Formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra segir fráleitt að menn séu að gera sér upp veikindin. Með fleiri vinnudögum á ári fylgi fleiri veikindadagar.

Flugfélagið Icelandair skoðar rétt sinn til að krefja íslenska ríkið um skaðabætur vegna mikilla veikinda flugumferðarstjóra undan­farið. Eins og komið hefur fram í fréttum eru flugumferðarstjórar mjög ósáttir við nýtt vaktakerfi sem sett var á í mars síðastliðnum.

Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair, segir tafir hafa hlotist af veikindunum auk þess sem flugvélar hafi ekki fengið að fljúga í hagkvæmustu hæð. „Það er greinilega eitthvað ekki alveg eins og það á að vera þarna, það er ekki eðlilegt að svona marga vanti dag eftir dag. Við höfum tapað gríðarlegum fjármunum á þessu og við teljum að það sé á endanum á ábyrgð þess sem selur okkur þjónustuna,“ segir hann.

Loftur Jóhannsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, segir fráleitt að menn séu að gera sér upp veikindin. „Þegar það bætast við þrjátíu dagar á ári í vinnutíma má búast við því að einhverjir þeirra verði veikindadagar. Yfirleitt eru veikindi á frídögum ekki skráð sérstaklega en þegar frídegi er breytt í vinnudag er farið að fylgjast með veikindunum.

Flugumferðarstjórar eru ekkert meira veikir núna en í gamla vaktkerfinu, þar var hins vegar sveigjanleiki sem fólst meðal annars í bakvöktum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×