Erlent

Vissu um múturnar

Sænsku ríkisstjórninni var þegar árið 2000 kunnugt um að múta þyrfti ráðamönnum í Írak til að ná samningum í áætlun Sameinuðu þjóðanna sem kölluð var „bensín fyrir brauð“ en hún leyfði Írökum, undir eftirliti SÞ, að versla lyf, matvæli og vissar iðnaðarvörur fyrir tekjur af olíusölu.

Múturnar fóru þannig fram að ofan á hvern samning var lögð tíu prósenta álagning og rann féð í óopinbera sjóði ríkisins.

Sænska stjórnin á að hafa þagað um málið þar sem afskipti af málinu væru gegn hagsmunum sænskra fyrirtækja í Írak. Jan Eliasson utanríkisráðherra segir að sænskir em­bættismenn hafi víst látið stofnun innan SÞ vita um málið, en ekkert hafi verið aðhafst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×