Innlent

Stíflan hærri

Mótmælendur ráku upp stór augu þegar þeir lásu í gestastofu Landsvirkjunar, Végarði í Fljótsdal, að Kárahnjúkastífla væri 200 metra há. Úrskurður Skipulagsstofnunar hafði sagt til um að stíflan mætti ekki vera hærri en 190 metrar.

Breytingin er þó frekar dýpkun en hækkun, að sögn Sigurðar Arnalds, kynningarstjóra Kárahnjúkavirkjunar. Laus jarðvegur hafi verið fjarlægður fyrir framan virkjunina, sem þýðir að virkjunin virðist stærri, þó lónið verði hvorki dýpra né víðfemara. Engin breyting verði því á umhverfisáhrifum virkjunar­innar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×