Svefnpoki á 3.500 krónur 27. júlí 2006 06:45 Ekki eru margir hlýir sólarmánuðir á hinu veðurbarða Íslandi en yfir hásumarið ákveða margir að leggja land undir fót í tjaldútilegu yfir helgina til þess að sofa úti í náttúrunni undir berum tjaldhimni. Að mörgu ber að hyggja áður en lagt er í slíka ferð og nokkrir hlutir öðrum fremur sem telja má ómissandi í alvöru útilegu. Fyrst ber að nefna, eðli málsins samkvæmt, tjaldið sjálft. Hægt er að fá tjöld af öllum stærðum, gerðum og gæðum og verðið er misjafnt eftir því. Blaðamaður gerði lauslega verðkönnun á tjöldum í þremur verslunum. Sex manna útilegutjöld eru á verðbilinu 14.900 til 39.900 krónur hjá Útilífi, 21.990 til 34.900 hjá Intersport og 15.990 til 44.900 hjá versluninni 66° Norður. Verðmunur felst aðallega í því hversu sterkbyggð og vatnsheld tjöldin eru. Þriggja manna útilegutjöld eru á verðbilinu 6.900 til 13.900 hjá Útilífi, 7.990 til 12.990 hjá Intersport og 4.900 til 19.900 hjá versluninni 66° Norður. Allar verslanirnar buðu upp á úrval tjalda í fleiri stærðum. Nauðsynlegt er að hafa hlýjan svefnpoka til að skríða ofan í þegar útilegufari ákveður að ganga til náða eftir viðburðaríkan dag í náttúrunni. Fyrir þá sem eru að hugsa um að leggja loksins svefnpokanum sem þeir fengu í fermingargjöf er hægt að fjárfesta í nýjum fyrir lítinn pening. Verslanirnar buðu allar upp á gerviefnapoka og dúnpoka. Meira fer af gerviefnapokunum sem mega frekar við því að blotna heldur en dúnpokarnir sem eru þó hlýrri. Útilíf býður gerviefnapoka á verðinu 5.900 til 12.900 krónur og dúnpoka frá 13.900 upp í 46.900 krónur. Í Intersport eru gerviefnapokar á verðbilinu 3.490 til 26.900 krónur og dúnpokar á 19.900 krónur. Verslunin 66° Norður er með gerviefnapoka á 6.900 upp í 29.900 krónur og dúnpoka á 19.900 upp í 34.900 krónur. Prímus er svo auðvitað lykilatriði þegar útilegufarinn vaknar á laugardagsmorgni og kaffiþörfin gerir vart við sig en óþarfi er að útlista notagildi prímussins sem liggur í augum uppi varðandi alla eldamennsku í útilegum. Prímusar fyrir einnota gaskúta eru handhægir í útileguna og felst verðmunur á þeim í fyrirferð þeirra. Útilíf býður slíka prímusa á verðbilinu 2.990 til 5.990 krónur. Í Intersport fást þeir á 3.990 upp í 6.990 krónur. Í versluninni 66° Norður eru þeir frá 4.500 upp í 7.900 krónur. Ef að útilegufaranum hugnast ekki að taka því rólega í og við tjald sitt yfir helgina er upplagt að taka með sér dagbakpoka og kanna nánasta umhverfi tjaldsins með nesti og aukaföt á bakinu ef illa skyldi fara við hopp yfir ár. Dagbakpokar taka á bilinu 20 til 30 lítra og fást þeir í Útilífi á verðbilinu 6.900 til 13.900 krónur. Í Intersport eru þeir á 2.990 upp í 6.990 krónur. Verslunin 66° Norður er með dagbakpoka á verðbilinu 2.590 til 7.900 krónur. Sólgleraugu og regnhlíf gætu flokkast undir nauðsynlegan aukabúnað útilegufarans enda óvarlegt að treysta á að sama veðrið haldist alla helgina. Og ef að pláss leyfir í bílnum þá vekur gítarinn yfirleitt mikla lukku í útilegunni. Innlent Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Sjá meira
Ekki eru margir hlýir sólarmánuðir á hinu veðurbarða Íslandi en yfir hásumarið ákveða margir að leggja land undir fót í tjaldútilegu yfir helgina til þess að sofa úti í náttúrunni undir berum tjaldhimni. Að mörgu ber að hyggja áður en lagt er í slíka ferð og nokkrir hlutir öðrum fremur sem telja má ómissandi í alvöru útilegu. Fyrst ber að nefna, eðli málsins samkvæmt, tjaldið sjálft. Hægt er að fá tjöld af öllum stærðum, gerðum og gæðum og verðið er misjafnt eftir því. Blaðamaður gerði lauslega verðkönnun á tjöldum í þremur verslunum. Sex manna útilegutjöld eru á verðbilinu 14.900 til 39.900 krónur hjá Útilífi, 21.990 til 34.900 hjá Intersport og 15.990 til 44.900 hjá versluninni 66° Norður. Verðmunur felst aðallega í því hversu sterkbyggð og vatnsheld tjöldin eru. Þriggja manna útilegutjöld eru á verðbilinu 6.900 til 13.900 hjá Útilífi, 7.990 til 12.990 hjá Intersport og 4.900 til 19.900 hjá versluninni 66° Norður. Allar verslanirnar buðu upp á úrval tjalda í fleiri stærðum. Nauðsynlegt er að hafa hlýjan svefnpoka til að skríða ofan í þegar útilegufari ákveður að ganga til náða eftir viðburðaríkan dag í náttúrunni. Fyrir þá sem eru að hugsa um að leggja loksins svefnpokanum sem þeir fengu í fermingargjöf er hægt að fjárfesta í nýjum fyrir lítinn pening. Verslanirnar buðu allar upp á gerviefnapoka og dúnpoka. Meira fer af gerviefnapokunum sem mega frekar við því að blotna heldur en dúnpokarnir sem eru þó hlýrri. Útilíf býður gerviefnapoka á verðinu 5.900 til 12.900 krónur og dúnpoka frá 13.900 upp í 46.900 krónur. Í Intersport eru gerviefnapokar á verðbilinu 3.490 til 26.900 krónur og dúnpokar á 19.900 krónur. Verslunin 66° Norður er með gerviefnapoka á 6.900 upp í 29.900 krónur og dúnpoka á 19.900 upp í 34.900 krónur. Prímus er svo auðvitað lykilatriði þegar útilegufarinn vaknar á laugardagsmorgni og kaffiþörfin gerir vart við sig en óþarfi er að útlista notagildi prímussins sem liggur í augum uppi varðandi alla eldamennsku í útilegum. Prímusar fyrir einnota gaskúta eru handhægir í útileguna og felst verðmunur á þeim í fyrirferð þeirra. Útilíf býður slíka prímusa á verðbilinu 2.990 til 5.990 krónur. Í Intersport fást þeir á 3.990 upp í 6.990 krónur. Í versluninni 66° Norður eru þeir frá 4.500 upp í 7.900 krónur. Ef að útilegufaranum hugnast ekki að taka því rólega í og við tjald sitt yfir helgina er upplagt að taka með sér dagbakpoka og kanna nánasta umhverfi tjaldsins með nesti og aukaföt á bakinu ef illa skyldi fara við hopp yfir ár. Dagbakpokar taka á bilinu 20 til 30 lítra og fást þeir í Útilífi á verðbilinu 6.900 til 13.900 krónur. Í Intersport eru þeir á 2.990 upp í 6.990 krónur. Verslunin 66° Norður er með dagbakpoka á verðbilinu 2.590 til 7.900 krónur. Sólgleraugu og regnhlíf gætu flokkast undir nauðsynlegan aukabúnað útilegufarans enda óvarlegt að treysta á að sama veðrið haldist alla helgina. Og ef að pláss leyfir í bílnum þá vekur gítarinn yfirleitt mikla lukku í útilegunni.
Innlent Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Sjá meira