Verkfræðingar Alcoa hefja rannsóknir 27. júlí 2006 06:00 Erna Indriðadóttir Landsvirkjun og Alcoa vinna nú að rannsóknum í tengslum við mögulegt álver á Húsavík, en ferlið er tímafrekt og ekki komið langt á leið. Áður en ákvörðun er tekin um byggingu álvers þarf til að mynda að huga að skipulagi, umhverfismati, jarðsvæðaathugunum, öryggi og orkumálum. Upphaflega stóð valið á milli þriggja staða; Brimnesi í Skagafirði, Bakka við Húsavík og Dysnesi við Eyjafjörð, en Húsavík varð að lokum fyrir valinu. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær kynnti Landsvirkjun á dögunum tilboð sem barst í borun þriggja könnunarborhola. Þeim er ætlað að kortleggja grunnvatnsstrauma og gefa upplýsingar um jarðfræði á svæðinu í kringum Húsavík. Hugmyndir eru uppi um að stækka virkjanir Landsvirkjunar í Kröflu og í Bjarnarflagi og einnig um að byggja virkjun á Þeistareykjum, en rannsóknirnar tengjast viðræðum við Alcoa um álver á Húsavík. „Þetta er bara einn af mörgum liðum í undirbúningi á virkjunum á þessu svæði,“ segir Bjarni Pálsson, verkfræðingur hjá Landsvirkjun. „Eftir að þeim rannsóknum lýkur fer í gang ferli sem felst meðal annars í hönnun, öflun leyfa, skipulagsmálum og umhverfismati.“ Verkfræðingar á vegum Alcoa hafa einnig hafið rannsóknir, en þær snúa að því hvort hagkvæmt sé að reisa 250.000 tonna álver á Húsavík. Að sögn Ernu Indriðadóttur, upplýsingafulltrúa Alcoa á Íslandi, eru þær rannsóknir á byrjunarstigi og munu taka að minnsta kosti eitt til tvö ár. „Það er langt í að þessum rannsóknum ljúki. Það þarf til dæmis að athuga jarðsvæði, meta hættu vegna náttúruhamfara, skoða mögulega flutninga og hvort hægt sé að stækka höfnina. Svo er auðvitað sjálf orkan, en það verður ekkert álver reist án þess að næg orka fáist á viðunandi verði.“ Erna segir kannanir benda til þess að álverið muni skapa milli fimm og sjö hundruð störf á Norðurlandi verði það reist, en uppbygging á Austurlandi vegna álversins á Reyðarfirði hefur verið mikil. Verði ákveðið að byggja álver á Húsavík má búast við að framkvæmdir hefjist í síðasta lagi um 2010, en hugsanlega er hægt að hefja framkvæmdir fyrr. Innlent Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira
Landsvirkjun og Alcoa vinna nú að rannsóknum í tengslum við mögulegt álver á Húsavík, en ferlið er tímafrekt og ekki komið langt á leið. Áður en ákvörðun er tekin um byggingu álvers þarf til að mynda að huga að skipulagi, umhverfismati, jarðsvæðaathugunum, öryggi og orkumálum. Upphaflega stóð valið á milli þriggja staða; Brimnesi í Skagafirði, Bakka við Húsavík og Dysnesi við Eyjafjörð, en Húsavík varð að lokum fyrir valinu. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær kynnti Landsvirkjun á dögunum tilboð sem barst í borun þriggja könnunarborhola. Þeim er ætlað að kortleggja grunnvatnsstrauma og gefa upplýsingar um jarðfræði á svæðinu í kringum Húsavík. Hugmyndir eru uppi um að stækka virkjanir Landsvirkjunar í Kröflu og í Bjarnarflagi og einnig um að byggja virkjun á Þeistareykjum, en rannsóknirnar tengjast viðræðum við Alcoa um álver á Húsavík. „Þetta er bara einn af mörgum liðum í undirbúningi á virkjunum á þessu svæði,“ segir Bjarni Pálsson, verkfræðingur hjá Landsvirkjun. „Eftir að þeim rannsóknum lýkur fer í gang ferli sem felst meðal annars í hönnun, öflun leyfa, skipulagsmálum og umhverfismati.“ Verkfræðingar á vegum Alcoa hafa einnig hafið rannsóknir, en þær snúa að því hvort hagkvæmt sé að reisa 250.000 tonna álver á Húsavík. Að sögn Ernu Indriðadóttur, upplýsingafulltrúa Alcoa á Íslandi, eru þær rannsóknir á byrjunarstigi og munu taka að minnsta kosti eitt til tvö ár. „Það er langt í að þessum rannsóknum ljúki. Það þarf til dæmis að athuga jarðsvæði, meta hættu vegna náttúruhamfara, skoða mögulega flutninga og hvort hægt sé að stækka höfnina. Svo er auðvitað sjálf orkan, en það verður ekkert álver reist án þess að næg orka fáist á viðunandi verði.“ Erna segir kannanir benda til þess að álverið muni skapa milli fimm og sjö hundruð störf á Norðurlandi verði það reist, en uppbygging á Austurlandi vegna álversins á Reyðarfirði hefur verið mikil. Verði ákveðið að byggja álver á Húsavík má búast við að framkvæmdir hefjist í síðasta lagi um 2010, en hugsanlega er hægt að hefja framkvæmdir fyrr.
Innlent Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira