Netsímatæknin veldur titringi 27. júlí 2006 07:00 Úr starfsstöð símafyrirtækis Búast má við því að netsímatækni verði notuð í auknum mæli í framtíðinni. Grundvallarmunur er á tæknilegum forsendum hefðbundis símkerfis, sem stuðst er við í dag, og netsíma. Ennþá bíða þó tæknilegir vankantar, tengdir netsímum, úrlausnar. MYND/Teitur Reikna má með því tækninýjungar er tengjast VoIP (Voice over Internet Protocol) netsímatækni ryðji sér í auknum mæli til rúms á markaði í framtíðinni. Reynslan erlendis bendir til þess að netsímatækni sé komin til að vera. Íslendingum er farið að standa til boða að nýta sér netsímatækni, en hún byggir öðru fremur á því að merkjasendingar tals eru að hluta, eða að öllu leyti, byggðar á samskiptareglum veraldarvefsins. Netsíminn gerir notendum með þessu kleift að hringja í gegnum veraldarvefinn og með því breytist símtalið í stafrænt merki, sem síðan breytist í tal hjá viðmælanda. Þessi lausn, sem byggst hefur upp með miklum hraða undanfarin ár, byggir því á öðrum tæknilausnum en hefðbundin símkerfi, þar sem símtöl í þeim berast frá föstum punktum frá hringjanda til viðtakanda, sem bundnir eru fyrir fram ákveðinni staðsetningu.Óljós áhrif á fyrirtækiNetsímavæðing Óvíst er hvaða áhrif netsíminn getur haft á markaði, en líklegt má telja að hann verði vinsæll í framtíðinni. fréttablaðið/hariTalsverður titringur er meðal fyrirtækja á símamarkaði á heimsvísu vegna áhrifanna sem almenn innleiðing netsíma getur haft. Ef svo fer að notendur veldu netsíma fram yfir hefðbundna símatækni sem enn er við lýði má búast við því að nokkur tími líði þar til fyrirtæki hafa náð fullri aðlögun að breyttu símanotkunarmynstri fólks, þar sem tæknilegar hliðar netsíma og hefbundinnar símaþjónustu eru gjörólíkar. Innleiðing á Íslandi hafinUndirbúningur að innleiðslu netsímatækni hér á landi hófst í lok árs 2004. Þá kallaði Póst- og fjarskiptastofnun til hagsmunaaðila, sem fengu tækifæri til þess að koma sínum sjónarmiðum er þetta mál vörðuðu á framfæri. Fljótlega barst umræðan um innleiðinguna að öryggisannmörkum á netsímum sem snerta staðsetningu á þeim. Enn hefur ekki fundist tæknileg lausn á því hvernig hægt er að staðsetja netsíma á sama hátt og almenna heimilissíma. Til mótvægis við þessa annmarka var ákveðið að símanúmer sem tilheyrðu svokallaðri flökkuþjónustu, þar sem notendur geta hringt úr netsíma sínum hvar sem þeir komast í internetsamband, yrðu skráð með sérstakri röð númera sem gæfu til kynna að hringt væri úr netsíma. Sú ráðstöfun var talin hjálpa Neyðarlínunni og Ríkislögreglustjóra að viðhalda hefðbundnum starfsaðferðum. Hinn 3. febrúar 2006 sendi Póst- og fjarskiptastofnun frá sér yfirlýsingu þar sem ákveðið var að heimila netsímaþjónustu að uppfylltum skilyrðum, sem meðal annars tóku til þess að fyrirtækjum var gert að upplýsa viðskiptavini sína um að staðsetning netsímanna væri enn vandkvæðum bundin. Bráðabirgðaákvörðun kærðÞrátt fyrir að Neyðarlínan hafi ekki gert athugasemdir við þá ákvörðun að leyfa netsímaþjónustuna þegar sú ákvörðun var opinberuð ákváðu Ríkislögreglustjóri og Neyðarlínan hf. að kæra bráðabirgðaákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar, sem tók á ágreiningsmáli Símans hf. og Atlassíma. Síminn hafði neitað að verða við beiðnum um númeraflutninga úr hefðbundnu símakerfi yfir í netsímaþjónustu, en með ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar var Síminn skyldaður til þess að verða við beiðnum um númeraflutninga. Á þessa niðurstöðu sættust félögin að lokum. Stjórnsýslukæra Ríkislögreglustjóra og Neyðarlínunnar byggir fyrst og fremst á því að miðað við þær reglur sem gilda um netsíma sé það vandkvæðum bundið fyrir kærendur að sinna lögbundnu hlutverki sínu, vegna erfiðleika við að staðsetja notendur netsíma. Kæru vísað fráÚrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála vísaði kærunni frá vegna aðildaskorts. Í úrskurðarorðum er þó tekið undir málatilbúnað kærenda að nokkru leyti og fallist á að það geti verið erfitt að staðsetja símtölin. Nefndin ákvað þó að farsælast væri að gefa fyrirtækjum og viðskiptum þeirra svigrúm til þess að fóta sig á markaði netsímaþjónustunnar. Auk þess færði nefndin fyrir því rök að kæra Ríkislögreglustjóra og Neyðarlínunnar væri óþarflega mikið inngrip í deilu tveggja félaga á markaði. Ágreiningurinn, sem fjallað hefur verið um nokkuð ítarlega á síðum Fréttablaðsins undanfarna daga, er ekki séríslenskt fyrirbæri. Sams konar togstreita hefur orðið til þess að yfirvöld fjarskiptamála víða erlendis hafa sett netsímaþjónustu reglur sem félögum á markaði ber að fara eftir. Niðurstaða þeirrar umræðu, í miklum meirihluta þeirra landa þar sem hún hefur farið fram, hefur verið sú að hlúa beri að netsímatækninni, aðallega á þeim forsendum að hún sé líkleg til þess að leysa hefðbundna símaþjónustu af hólmi, neytendum til hagsbóta. Samkvæmt yfirlýsingu, sem Póst- og fjarskiptastofnun sendi frá sér á dögunum, þarf ekki að bíða þess lengi að tæknileg vandamál við staðsetningu á netsímum verði leyst. Þegar það gerist er ekkert því til fyrirstöðu að netsímatækni standi traustum fótum andspænis hefðbundinni símatækni. Innlent Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Köttur drapst úr fuglaflensu örskömmu eftir komuna á nýtt heimili Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira
Reikna má með því tækninýjungar er tengjast VoIP (Voice over Internet Protocol) netsímatækni ryðji sér í auknum mæli til rúms á markaði í framtíðinni. Reynslan erlendis bendir til þess að netsímatækni sé komin til að vera. Íslendingum er farið að standa til boða að nýta sér netsímatækni, en hún byggir öðru fremur á því að merkjasendingar tals eru að hluta, eða að öllu leyti, byggðar á samskiptareglum veraldarvefsins. Netsíminn gerir notendum með þessu kleift að hringja í gegnum veraldarvefinn og með því breytist símtalið í stafrænt merki, sem síðan breytist í tal hjá viðmælanda. Þessi lausn, sem byggst hefur upp með miklum hraða undanfarin ár, byggir því á öðrum tæknilausnum en hefðbundin símkerfi, þar sem símtöl í þeim berast frá föstum punktum frá hringjanda til viðtakanda, sem bundnir eru fyrir fram ákveðinni staðsetningu.Óljós áhrif á fyrirtækiNetsímavæðing Óvíst er hvaða áhrif netsíminn getur haft á markaði, en líklegt má telja að hann verði vinsæll í framtíðinni. fréttablaðið/hariTalsverður titringur er meðal fyrirtækja á símamarkaði á heimsvísu vegna áhrifanna sem almenn innleiðing netsíma getur haft. Ef svo fer að notendur veldu netsíma fram yfir hefðbundna símatækni sem enn er við lýði má búast við því að nokkur tími líði þar til fyrirtæki hafa náð fullri aðlögun að breyttu símanotkunarmynstri fólks, þar sem tæknilegar hliðar netsíma og hefbundinnar símaþjónustu eru gjörólíkar. Innleiðing á Íslandi hafinUndirbúningur að innleiðslu netsímatækni hér á landi hófst í lok árs 2004. Þá kallaði Póst- og fjarskiptastofnun til hagsmunaaðila, sem fengu tækifæri til þess að koma sínum sjónarmiðum er þetta mál vörðuðu á framfæri. Fljótlega barst umræðan um innleiðinguna að öryggisannmörkum á netsímum sem snerta staðsetningu á þeim. Enn hefur ekki fundist tæknileg lausn á því hvernig hægt er að staðsetja netsíma á sama hátt og almenna heimilissíma. Til mótvægis við þessa annmarka var ákveðið að símanúmer sem tilheyrðu svokallaðri flökkuþjónustu, þar sem notendur geta hringt úr netsíma sínum hvar sem þeir komast í internetsamband, yrðu skráð með sérstakri röð númera sem gæfu til kynna að hringt væri úr netsíma. Sú ráðstöfun var talin hjálpa Neyðarlínunni og Ríkislögreglustjóra að viðhalda hefðbundnum starfsaðferðum. Hinn 3. febrúar 2006 sendi Póst- og fjarskiptastofnun frá sér yfirlýsingu þar sem ákveðið var að heimila netsímaþjónustu að uppfylltum skilyrðum, sem meðal annars tóku til þess að fyrirtækjum var gert að upplýsa viðskiptavini sína um að staðsetning netsímanna væri enn vandkvæðum bundin. Bráðabirgðaákvörðun kærðÞrátt fyrir að Neyðarlínan hafi ekki gert athugasemdir við þá ákvörðun að leyfa netsímaþjónustuna þegar sú ákvörðun var opinberuð ákváðu Ríkislögreglustjóri og Neyðarlínan hf. að kæra bráðabirgðaákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar, sem tók á ágreiningsmáli Símans hf. og Atlassíma. Síminn hafði neitað að verða við beiðnum um númeraflutninga úr hefðbundnu símakerfi yfir í netsímaþjónustu, en með ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar var Síminn skyldaður til þess að verða við beiðnum um númeraflutninga. Á þessa niðurstöðu sættust félögin að lokum. Stjórnsýslukæra Ríkislögreglustjóra og Neyðarlínunnar byggir fyrst og fremst á því að miðað við þær reglur sem gilda um netsíma sé það vandkvæðum bundið fyrir kærendur að sinna lögbundnu hlutverki sínu, vegna erfiðleika við að staðsetja notendur netsíma. Kæru vísað fráÚrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála vísaði kærunni frá vegna aðildaskorts. Í úrskurðarorðum er þó tekið undir málatilbúnað kærenda að nokkru leyti og fallist á að það geti verið erfitt að staðsetja símtölin. Nefndin ákvað þó að farsælast væri að gefa fyrirtækjum og viðskiptum þeirra svigrúm til þess að fóta sig á markaði netsímaþjónustunnar. Auk þess færði nefndin fyrir því rök að kæra Ríkislögreglustjóra og Neyðarlínunnar væri óþarflega mikið inngrip í deilu tveggja félaga á markaði. Ágreiningurinn, sem fjallað hefur verið um nokkuð ítarlega á síðum Fréttablaðsins undanfarna daga, er ekki séríslenskt fyrirbæri. Sams konar togstreita hefur orðið til þess að yfirvöld fjarskiptamála víða erlendis hafa sett netsímaþjónustu reglur sem félögum á markaði ber að fara eftir. Niðurstaða þeirrar umræðu, í miklum meirihluta þeirra landa þar sem hún hefur farið fram, hefur verið sú að hlúa beri að netsímatækninni, aðallega á þeim forsendum að hún sé líkleg til þess að leysa hefðbundna símaþjónustu af hólmi, neytendum til hagsbóta. Samkvæmt yfirlýsingu, sem Póst- og fjarskiptastofnun sendi frá sér á dögunum, þarf ekki að bíða þess lengi að tæknileg vandamál við staðsetningu á netsímum verði leyst. Þegar það gerist er ekkert því til fyrirstöðu að netsímatækni standi traustum fótum andspænis hefðbundinni símatækni.
Innlent Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Köttur drapst úr fuglaflensu örskömmu eftir komuna á nýtt heimili Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira