Innlent

Vill ekki tengivagna

svandís ósk helgadóttir
 hársnyrtir á flóka í Hafnarfirði
svandís ósk helgadóttir hársnyrtir á flóka í Hafnarfirði

Þetta hefur ekki verið neitt að bögga mig. En svo náttúrulega þegar maður heyrir af svona hlutum eins og slysinu þegar flutningabíllinn hellti niður olíu fyrir norðan fer maður að pæla í þessu.

Hann var með tengivagn, sem mér finnst nú kannski óþarfi. Þegar maður er að flytja eitthvað svona rosa bensín og olíu finnst mér ekki að maður eigi að vera með vagn aftan í líka. En einhvern veginn verður auðvitað að flytja þetta.

Ég keyrði alltaf reglulega milli Keflavíkur og Reykjavíkur og flutningabílstjórar fóru oft alveg út í kant til að hleypa manni framúr. Þeir voru alveg tillitssamir með það enda voru þeir aldrei á brjálæðislega mikilli ferð á Reykjanesbrautinni. Mér finnst samt, eins og á hringtorginu hjá Lækjargötunni í Hafnarfiði, að þessir vöruflutningabílar fari alltof hratt.


Tengdar fréttir

Með alla útlimi krosslagða

"Aðalfrétt dagsins í dag er að það eru akkúrat 23 ár síðan tvíburarnir mínir fæddust. Þeir eru því orðnir einu ári eldri en ég var þegar ég eignaðist þá," segir Ingibjörg Kristleifsdóttir, leikskólastjóri Klambra. Á afmælisdeginum fær hún annan tvíburann í heimsókn enda eru þeir "orðnir karlar í sitt hvoru landinu".




Fleiri fréttir

Sjá meira


×