Innlent

Allir þurfa meðmæli

Hjalti ZópHóníasson
Hjalti ZópHóníasson

Dorrit Moussaieff forsetafrú fær íslenskan ríkisborgararétt næsta mánudag. Meðmælendur hennar voru Karl Sigurbjörnsson biskup og Rannveig Rist, forstjóri Alcan. Hjalti Zóphóníasson er skrifstofustjóri dómsmálaráðurneytisins.

Þurfa allir sem sækja um ríkisborgararétt meðmæli?

Í öllum tilvikum er krafist tveggja meðmælanda þegar einstaklingur sækir um íslenskan ríkisborgararétt. Meðmælandi þarf að þekkja viðkomandi einstakling af eigin raun og gefa honum meðmæli.

Hversu margir hafa fengið ríkisborgararétt undanfarin ár?

Síðustu þrjú ár hafa tæplega 1.900 manns fengið íslenskan ríkisborgararétt. Þeim sem fá ríkisborgararétt hefur fjölgað mikið árlega undanfarin 10 ár.

Hvaðan koma flestir?

Undanfarin ár hafa flestir sem fá ríkis­borgararétt hér verið Pólverjar, og næstir í röðinni eru Serbar, Taílendingar og Filippseyingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×