Innlent

Verðum að efla aðrar greinar

Grímsey. Óli Bjarni Ólason útgerðarmaður skoðar nú sölu á veiðiheimildum sínum. Sveitarstjóri segir að horfa verði til fleiri atvinnuvega.
Grímsey. Óli Bjarni Ólason útgerðarmaður skoðar nú sölu á veiðiheimildum sínum. Sveitarstjóri segir að horfa verði til fleiri atvinnuvega.

Feðgarnir Óli Bjarni Ólason útgerðarmaður í Grímsey og Óli Hjálmar Ólason skoða nú sölu á aflaheimildum sínum í Grímsey. Um er að ræða tæp tólf hundruð þorskígildistonn en það eru rúm fjörutíu prósent veiðiheimilda í eynni.

Óli Bjarni segir það rangt, sem fram hefur komið í fjölmiðlum, að búið sé að ganga frá sölunni til Vonar í Sandgerði. Hins vegar séu þeir að skoða kaup á helmingi aflaheimildanna. Þá sé útgerðarfélagið GPG á Húsavík að skoða kaup en það sé á byrjunarstigi. Rúmlega eitt hundrað manns búa í Grímsey.

"Sjávarútvegur er auðvitað uppistöðu atvinnugreinin hér í Grímsey og því eru þetta mjög slæm tíðindi," segir Brynjólfur Árnason, sveitastjóri í Hrísey.

"Hins vegar eigum við góð sóknarfæri á öðrum sviðum. Ferðaþjónusta er til að mynda vaxandi atvinnugrein hér og margir sem vilja skoða eyna," segir Brynjólfur. Hann segir að töluvert hafi verið keypt af kvóta til byggðarlagsins undanfarið en jafnframt verði að efla aðrar greinar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×