Innlent

Túnið rafvætt fyrir Sigur Rós

 Rafmagnskaplar hafa verið grafnir niður í göngustíga á Klambratúni til að sjá tónleikum Sigur Rósar á morgun fyrir rafmagni. Að sögn Svanhildar Konráðsdóttur, forstöðumanns Höfuð­borgarstofu, munu raf­magns­kaplarnir verða í túninu um ókomna tíð. Þannig sé þeim möguleika haldið opnum að fleiri hljómsveitir geti haldið tónleika á svæðinu á komandi árum.

Búist er við mörgum gestum á tónleikana, sem eru hluti af ferðalagi Sigur Rósar um Ísland, og segist Svanhildur hafa heyrt af því fregnir að fólk hafi jafnvel frestað utanlandsferðum til að missa ekki af tónleikunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×