Á þriðja þúsund fá ekki háskólavist 29. júlí 2006 08:30 Háskólinn á Hólum Umsóknir alls: 203 Hafnað: 47 MYND/Teitur Tæplega 2.500 umsóknum um háskólanám hérlendis í haust er hafnað, samkvæmt tölum sem Fréttablaðið hefur tekið saman. Gert er ráð fyrir að heildarfjöldi nýnema í haust verði tæplega 5.700. Þessar tölur eru áætlaðar, þar sem einn og sami einstaklingur kann að sækja um í fleiri en einum háskóla. Háskóli Íslands heldur ekki skrá yfir þá sem ekki komast að en þar eru reglurnar einfaldar. Allir sem hafa stúdentspróf fá inngöngu eða mega taka tilskilin inntökupróf í deildum á borð við læknadeild. Ýmsar ástæður eru fyrir því að umsóknum er hafnað. Hluti umsækjenda stenst ekki ýmsar sérkröfur hvers og eins skóla. Hjálmar H. Ragnarsson, rektor Listaháskóla Íslands, segir eðlilegt að fjórir til fimm sitji um hvert sæti í skólanum. Þyngst mun þó vega að háskólar landsins eru of litlir, enda hefur eftirspurnin aukist ár frá ári. Hlutfallslega vísar Listaháskólinn flestum frá en bæði Háskólinn í Reykjavík og Kennaraháskólinn synja því sem næst annarri hverri umsókn. Ólafur Proppé, rektor Kennaraháskóla Íslands, og Kristín Hulda Sverrisdóttir, staðgengill rektors Háskólans í Reykjavík, segja marga af þeim sem frá verða að hverfa gera gott betur en uppfylla inntökuskilyrði og bekkjardeildir séu einfaldlega fullsetnar. Hyggst Háskólinn í Reykjavík taka Morgunblaðshúsið til notkunar innan tíðar undir kennslu en það dugar skammt og eru langir biðlistar eftir sæti í vinsælustu deildum skólans. Innlent Mest lesið „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Formlegar viðræður hafnar Innlent Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Innlent Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Innlent Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Innlent Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Innlent Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar Innlent Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Innlent Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Fleiri fréttir Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Sjá meira
Tæplega 2.500 umsóknum um háskólanám hérlendis í haust er hafnað, samkvæmt tölum sem Fréttablaðið hefur tekið saman. Gert er ráð fyrir að heildarfjöldi nýnema í haust verði tæplega 5.700. Þessar tölur eru áætlaðar, þar sem einn og sami einstaklingur kann að sækja um í fleiri en einum háskóla. Háskóli Íslands heldur ekki skrá yfir þá sem ekki komast að en þar eru reglurnar einfaldar. Allir sem hafa stúdentspróf fá inngöngu eða mega taka tilskilin inntökupróf í deildum á borð við læknadeild. Ýmsar ástæður eru fyrir því að umsóknum er hafnað. Hluti umsækjenda stenst ekki ýmsar sérkröfur hvers og eins skóla. Hjálmar H. Ragnarsson, rektor Listaháskóla Íslands, segir eðlilegt að fjórir til fimm sitji um hvert sæti í skólanum. Þyngst mun þó vega að háskólar landsins eru of litlir, enda hefur eftirspurnin aukist ár frá ári. Hlutfallslega vísar Listaháskólinn flestum frá en bæði Háskólinn í Reykjavík og Kennaraháskólinn synja því sem næst annarri hverri umsókn. Ólafur Proppé, rektor Kennaraháskóla Íslands, og Kristín Hulda Sverrisdóttir, staðgengill rektors Háskólans í Reykjavík, segja marga af þeim sem frá verða að hverfa gera gott betur en uppfylla inntökuskilyrði og bekkjardeildir séu einfaldlega fullsetnar. Hyggst Háskólinn í Reykjavík taka Morgunblaðshúsið til notkunar innan tíðar undir kennslu en það dugar skammt og eru langir biðlistar eftir sæti í vinsælustu deildum skólans.
Innlent Mest lesið „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Formlegar viðræður hafnar Innlent Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Innlent Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Innlent Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Innlent Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Innlent Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar Innlent Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Innlent Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Fleiri fréttir Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Sjá meira