Enski boltinn

Tapar Liverpool þriðja leiknum í röð?

Steven Gerrard og félagar eiga tvö erfiða leiki fyrir höndum í úrvalsdeildinni, en þar dugar ekkert minna en sigur
Steven Gerrard og félagar eiga tvö erfiða leiki fyrir höndum í úrvalsdeildinni, en þar dugar ekkert minna en sigur NordicPhotos/GettyImages

Einn leikur fer fram í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld, en þá tekur Liverpool á móti Newcastle á Anfield. Liverpool hefur tapað tveimur leikjum í röð í deildinni, en talið er líklegt að Rafa Benitez tefli fram sama byrjunarliði í kvöld og í síðasta leik og yrði það þá í fyrsta sinn í 92 leiki sem það gerðist.

John Arne Riise og Harry Kewell eru báðir meiddir hjá Liverpool og talið er að fyrirliðinn Steven Gerrard verði jafnvel á vinstri kantinum í kvöld. Þá vonast Craig Bellamy til þess að fá aftur tækifæri á að byrja í framlínunni gegn sínum gömlu félögum, en Peter Crouch gæti allt eins fengið tækifæri.

Shay Given verður ekki í liði Newcastle eftir að hafa gengist undir aðgerð á kviðarholi á dögunum og það þýðir að Stephen Harper mun fá sinn fyrsta leik í meira en eitt og hálft ár. Nokkur meiðsli eru í herbúðum Newcastle og eru þeir Shola Ameobi, Titus Bramble og Steven Taylor allir tæpir og þeir Nolberto Solano og Alan O'Brien eru báðir á meiðslalista.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×