Enski boltinn

Kevin Bond ætlar í mál við BBC

Aðalþjálfari Newcastle er einn þeirra sem fá á baukinn í sjónvarpsþættinum Panorama sem var á dagskrá BBC í gærkvöld
Aðalþjálfari Newcastle er einn þeirra sem fá á baukinn í sjónvarpsþættinum Panorama sem var á dagskrá BBC í gærkvöld Nordicphotos/Getty images.

Kevin Bond, þjálfari hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Newcastle, ætlar að höfða skaðabótamál á hendur breska sjónvarpinu eftir að honum þótti hann borinn þungum og röngum sökum í þættinum Panorama sem sýndur var í breska sjónvarpinu í gærkvöld og er að gera allt vitlaust í knattspyrnuheiminum á Englandi.

"Skjólstæðingur minn er mjög ósáttur við þá mynd sem dregin var upp af honum í þættinum í gær og segir allt sem þar komi fram tekið algjörlega úr samhengi. Honum þykir ljóst að framleiðendur þáttarins hafi verið orðnir uppiskroppa með efni til að fylla út í klukkutíma þátt og því hafi þeir þurft að grípa til svona vitleysu til að klára dæmið. Hann mun ekki sætta sig við að sjá nafn sitt svert á þennan hátt," sagði lögmaður Bond í yfirlýsingu nú síðdegis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×