Enski boltinn

Orðlaus yfir smekklausum stuðningsmönnum West Ham

Glenn Roader fékk að heyra það þegar hann mætti aftur á Upton Park
Glenn Roader fékk að heyra það þegar hann mætti aftur á Upton Park NordicPhotos/GettyImages

Glenn Roader, stjóri Newcastle og fyrrum stjóri West Ham, segist hafa trúað sínum eigin eyrum þegar hann mætti á Upton Park með nýja liðið sitt á dögunum, en þá sungu stuðningsmenn niðrandi texta um lífshættuleg veikindi sem hann átti við að stríða þegar hann stýrði West Ham á sínum tíma.

Roader þurfti að fara í heilauppskurð eftir að hafa hnigið niður þegar hann var hjá West Ham fyrir þremur árum og stuðningsmenn West Ham kölluðu hann "Æxlisdrenginn" þegar hann sneri þangað um síðustu helgi með Newcastle.

Þá sungu áhorfendurnir "af hverju gastu ekki dáið fyrir þremur árum" og Roader átti ekki orð yfir þessari framkomu.

"Það sem var ótrúlegast við þetta var að ég horfði framan í mennina sem öskruðu þennan viðbjóð á mig - og þetta voru menn á aldri við mig, menn um fertugt til fimmtugt. Þetta eru menn sem sjálfir gætu lent í sömu stöðu og ég á morgun þess vegna - Guð forði þeim frá því," sagði Roader hneykslaður. "En ég get svo sem þakkað fyrir að ég skuli vera hérna ofan moldar til að heyra þetta, en ekki dauður og grafinn einhversstaðar," bætti hann við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×