Felix Magath, stjóri Þýskalandsmeistara Bayern Munchen, segist afar sáttur við að hafa landað tveimur titlum í hús á leiktíðinni og þykir gagnrýnendur liðsins of grimmir þegar þeir velta sér upp úr því að liðið hafi fallið úr leik strax í 16-liða úrslitum meistaradeildarinnar.
"Einhver hefði nú verið sáttur við það að vinna tvöfalt á fyrstu tveimur árum sínum sem þjálfari," sagði Magath. "Það var að mínu mati óraunhæft að ætlast til þess að við sigruðum í meistaradeildinni. Mér finnst það góður árangur að verja titlana í deild og bikar og ég sé ekki að skipti máli hvort við föllum úr keppni í 16-liða úrslitum eða undanúrslitum þegar við dettum út gegn jafn sterku liði og AC Milan," sagði Magath.