Sprengjuregnið var óþægilega nálægt 8. ágúst 2006 07:30 hart barist á srí lanka Ekkert lát er á deilum stríðandi fylkinga í Srí Lanka. Norrænar eftirlitssveitir flúðu undan stórskotahríð stjórnarhersins á sunnudag. MYND/AP Sigurður Gíslason, íslenskur eftirlitsmaður með vopnahléi á Srí Lanka, lenti á sunnudag í skotárás í norðausturhluta landsins, nálægt bænum Tricomalae. Sigurður var í för með norrænum eftirlitsmönnum og málamiðlum, þar á meðal danska eftirlitsmanninum Ove Jensen. „Við vorum fimm sem fórum inn á svæðið í þeim tilgangi að skrúfa frá vatnsveitu sem stjórnarherinn hafði lokað fyrir. Við vorum klukkutíma á undan áætlun og því má segja að við höfum verið á röngum stað á röngum tíma,“ segir Sigurður. „Stjórnarherinn hóf stórskotaárás á svæðinu og við vorum óþægilega nálægt sprengjuregninu. Sprengjur féllu með um fimm til tíu sekúndna millibili og við gátum ekkert annað gert en að hörfa. Við fundum frumskógarslóða til að fara út sem fyrst, okkur tókst það og vorum komnir úr hættu eftir um tíu mínútur.“ Norrænu eftirlitsmennirnir sluppu allir ómeiddir. Fréttir bárust af því í gær að fimmtán starfsmenn franskra hjálparsamtaka hefðu fundist látnir í bænum Muttur í norðausturhluta Srí Lanka. Líkin fundust á skrifstofu hjálparsamtakanna. Að sögn Þorfinns Ómarssonar, blaðafulltrúa eftirlitssveita með vopnahléi, höfðu friðargæsluliðar ekki enn fengið aðgang að svæðinu. „Við höfum ekki náð að rannsaka hvort fréttir af þessu máli eru réttar,“ sagði Þorfinnur þegar Fréttablaðið náði tali af honum seint í gærkvöldi. „Það er skylda okkar að rannsaka svona mál en við höfum enn ekki komist á svæðið. Vegna öryggisástæðna förum við ekki með okkar fólk þangað strax.“ Búðir norrænu sveitanna eru í nokkurri vegalengd frá átakasvæðinu. Þorfinnur segir bardaga í norðausturhluta Srí Lanka hafa harðnað til muna síðustu tvær vikur. „Við höfum þó ekki þurft að grípa til neinna sérstakra varúðarráðstafana í ljósi atburða,“ segir Þorfinnur. „Tekin var formleg ákvörðun fyrir rúmri viku að sveitir frá Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi myndu fara um næstu mánaðamót en ekkert hefur verið rætt um brottför Íslendinga eða Norðmanna. Jon Hanssen-Bauer, sendifulltrúi og samningamaður Norðmanna er staddur á svæðinu og stendur í viðræðum við stríðandi fylkingar. Áður en framhaldið er ákveðið verður látið reyna á hvað kemur út úr þeim viðræðum.“ Erlent Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Sjá meira
Sigurður Gíslason, íslenskur eftirlitsmaður með vopnahléi á Srí Lanka, lenti á sunnudag í skotárás í norðausturhluta landsins, nálægt bænum Tricomalae. Sigurður var í för með norrænum eftirlitsmönnum og málamiðlum, þar á meðal danska eftirlitsmanninum Ove Jensen. „Við vorum fimm sem fórum inn á svæðið í þeim tilgangi að skrúfa frá vatnsveitu sem stjórnarherinn hafði lokað fyrir. Við vorum klukkutíma á undan áætlun og því má segja að við höfum verið á röngum stað á röngum tíma,“ segir Sigurður. „Stjórnarherinn hóf stórskotaárás á svæðinu og við vorum óþægilega nálægt sprengjuregninu. Sprengjur féllu með um fimm til tíu sekúndna millibili og við gátum ekkert annað gert en að hörfa. Við fundum frumskógarslóða til að fara út sem fyrst, okkur tókst það og vorum komnir úr hættu eftir um tíu mínútur.“ Norrænu eftirlitsmennirnir sluppu allir ómeiddir. Fréttir bárust af því í gær að fimmtán starfsmenn franskra hjálparsamtaka hefðu fundist látnir í bænum Muttur í norðausturhluta Srí Lanka. Líkin fundust á skrifstofu hjálparsamtakanna. Að sögn Þorfinns Ómarssonar, blaðafulltrúa eftirlitssveita með vopnahléi, höfðu friðargæsluliðar ekki enn fengið aðgang að svæðinu. „Við höfum ekki náð að rannsaka hvort fréttir af þessu máli eru réttar,“ sagði Þorfinnur þegar Fréttablaðið náði tali af honum seint í gærkvöldi. „Það er skylda okkar að rannsaka svona mál en við höfum enn ekki komist á svæðið. Vegna öryggisástæðna förum við ekki með okkar fólk þangað strax.“ Búðir norrænu sveitanna eru í nokkurri vegalengd frá átakasvæðinu. Þorfinnur segir bardaga í norðausturhluta Srí Lanka hafa harðnað til muna síðustu tvær vikur. „Við höfum þó ekki þurft að grípa til neinna sérstakra varúðarráðstafana í ljósi atburða,“ segir Þorfinnur. „Tekin var formleg ákvörðun fyrir rúmri viku að sveitir frá Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi myndu fara um næstu mánaðamót en ekkert hefur verið rætt um brottför Íslendinga eða Norðmanna. Jon Hanssen-Bauer, sendifulltrúi og samningamaður Norðmanna er staddur á svæðinu og stendur í viðræðum við stríðandi fylkingar. Áður en framhaldið er ákveðið verður látið reyna á hvað kemur út úr þeim viðræðum.“
Erlent Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Sjá meira