Viðskipti innlent

Verðbólga bara meiri í Lettlandi

Verslað og verslað
Verðbólga hérlendis er 3,6 prósentum meiri en í helstu viðskiptalöndum.
Verslað og verslað Verðbólga hérlendis er 3,6 prósentum meiri en í helstu viðskiptalöndum.

Verðbólga mældist 6,3 prósent í júlí samkvæmt samræmdri vísitölu neysluverðs. Verðbólgan er sú næstmesta á EES-svæðinu, en 6,9 prósenta verðbólga mældist í Lettlandi.

Verðbólga var 2,4 prósent að meðaltali í löndum EES í júlí. Verðbólgan mælist hins vegar 2,7 prósent að meðaltali þegar Bandaríkin, Sviss og Japan eru talin með.

Verðbólga samkvæmt hinni hefðbundnu vísitölu neysluverðs mældist átta prósent á Íslandi í júlí. Munurinn á vísitölunum tveimur er einkum sá að fasteignaverð er ekki tekið með í reikninginn við útreikninga á samræmdri vísitölu neysluverðs og er hún því yfirleitt talsvert lægri en sú hefðbundna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×