Viðskipti innlent

Umfang lífeyris-sjóðanna eykst

beðið eftir strætó í rigningunni Í nýrri skýrslu Fjármálaeftirlitsins kemurfram að ráðstöfunarfé lífeyrissjóðanna hafi aukist milli ára. Stór hluti af launum fólks rennur til sjóðanna, sem aftur fjárfesta mikið í innlendum verðbréfum.
beðið eftir strætó í rigningunni Í nýrri skýrslu Fjármálaeftirlitsins kemurfram að ráðstöfunarfé lífeyrissjóðanna hafi aukist milli ára. Stór hluti af launum fólks rennur til sjóðanna, sem aftur fjárfesta mikið í innlendum verðbréfum. MYND/Hari

Hrein eign lífeyrissjóðanna til greiðslu lífeyris jókst um 23,6 prósent milli ársloka 2004 og 2005. Það samsvarar 18,7 prósenta raunaukningu miðað við vísitölu neysluverðs. Nam heildareignin þá 1.219,5 milljörðum króna en var 896,6 milljarðar fyrir árið 2004. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Fjármálaeftirlitsins um ársreikninga lífeyrissjóða fyrir árið 2005.

Ráðstöfunarfé samkvæmt sjóðstreymi á árinu 2005 nam 486,8 milljörðum króna samanborið við 455,1 milljarð árið á undan. Hrein raunávöxtun miðað við neysluverðsvísitölu var 13,2 prósent en var 10,4 prósent árið 2004. Iðgjöld hækkuðu milli ára úr 72,4 milljörðum króna í 87 milljarða. Gjaldfærður lífeyrir var 34,9 milljarðar króna 2005 en var 31,2 milljarðar árið 2004.

Séreignasparnaður í vörslu lífeyrissjóða og annarra vörsluaðila jókst talsvert milli ára og nam 146,2 milljörðum króna í árslok 2005 samaborið við 110,5 milljarða í árslok 2004.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×