Viðskipti innlent

Helmingi minni velta

Nýbyggingar
Heildarvelta á fasteignamarkaði á höfuðborgarsvæðinu var tólf milljarðar í ágúst, helmingi minni en fyrir sex mánuðum.
Nýbyggingar Heildarvelta á fasteignamarkaði á höfuðborgarsvæðinu var tólf milljarðar í ágúst, helmingi minni en fyrir sex mánuðum. MYND/GVA

Velta á fasteignamarkaði á höfuðborgarsvæðinu hefur dregist saman um fjörutíu og átta prósent síðasta hálfa árið, samkvæmt upplýsingum frá Fasteignamati ríkisins. Heildarvelta í ágúst nam tólf milljörðum króna, meðan veltan var 23,1 milljarður króna í mars síðastliðnum.

Þinglýstum kaupsamningum hefur á sama tímabili fækkað úr 908 í 415 eða um rúm fimmtíu og fjögur prósent. Velta á höfuðborgarsvæðinu dróst saman um 2,7 prósent milli júlí og ágúst.

Greiningardeild KB banka hefur spáð þriggja prósenta verðlækkunum á fasteignamarkaði næstu tólf mánuði. Verð á fasteignum lækkaði um 1,7 prósent í júlí síðastliðnum.

Þórhallur Ásbjörnsson, sérfræðingur KB banka, segist hafa átt von á að verðlækkanir kæmu fram örlítið síðar en raunin varð. Hann bendir á að gjarnan sé samband milli veltu og verðþróunar. Samdrætti í veltu fylgi verðlækkanir í mánuðinum á eftir. Verðlækkunin í júlí kom til að mynda í kjölfar nokkuð snarps veltusamdráttar í mánuðinum á undan. Ágúst var alls ekki góður mánuður á markaði svo það kæmi ekki á óvart að það skilaði sér í einhverjum verðlækkunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×