Viðskipti innlent

Hagstjórnin gagnrýnd

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA
"Hætt er við stjórnlausri verðbólgu í næstu hagsveiflu bregðist Seðlabankinn ekki við," segir í fréttabréfi SA.
Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA "Hætt er við stjórnlausri verðbólgu í næstu hagsveiflu bregðist Seðlabankinn ekki við," segir í fréttabréfi SA.
Seðlabankinn er að segja sig frá hagstjórninni í næstu uppsveiflu með því að lækka ekki stýrivexti nú þegar niðursveifla er hafin, segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, í nýútkomnu fréttabréfi. Samtökin telja Seðlabankann hafa mislesið stöðuna, bæði á vinnu- og íbúðamarkaði. Aðilar vinnumarkaðarins hafi náð með sér samkomulagi og allt bendi til þess að verulega muni hægja á íbúðamarkaðnum. Seðlabankinn reikni hins vegar enn með launaskriði og að íbúðaframkvæmdir komi til með að aukast. Samtökin segja verðbólgu á hraðri niðurleið og nauðsynlegt að Seðlabankinn lækki stýrivexti. Bankinn þurfi að vera í þeirri stöðu við upphaf næstu hagsveiflu að geta hækkað vexti og styrkt gengi krónunnar. Að öðrum kosti sé hætt við stjórnlausri verðbólgu vegna of hás vaxtastigs. - jsk





Fleiri fréttir

Sjá meira


×