Viðskipti innlent

Mjólka breytir Feta

Nýjar og gamlar merkingar
Nýjar og gamlar merkingar

Mjólka hefur brugðist við óskum um að aðgreina betur framleiðslu sína frá vörum annarra framleiðenda. Á næstunni munu því fetaostar frá Mjólku sem seldir eru í glerkrukkum vera seldir með breyttum merkingum. Osta- og smjörsalan hafði gert athugasemdir við umbúðirnar og sagði þær gerðar til að villa um fyrir neytendum.

Ólafur M. Magnússon, framkvæmdastjóri Mjólku, segir það þekkt í viðskiptum að vörur séu boðnar í svipuðum umbúðum og samkeppnisaðilanna, enda stjórnist kauphegðun neytenda að miklu leyti af vana. Mjólka hafi þó fallist á að það hafi verið ákveðin hætta á ruglingi í þessu tilfelli og því hafi verið tekin ákvörðun um að breyta umbúðunum. Það er í þágu neytenda að það fari ekki á milli mála hvenær þeir eru að kaupa feta frá Mjólku og hvenær þeir eru með innflutta eða ríkisstyrkta vöru í höndunum, segir Ólafur. Við höfum fundið fyrir miklum velvilja frá neytendum og það er ekki okkar vilji að rugla þá.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×