Viðskipti erlent

Nasdaq horfir til OMX

Frá markaði í New York í Bandaríkjunum
Frá markaði í New York í Bandaríkjunum Mynd/AFP

Viðræður eru sagðar hafnar um hugsanleg kaup bandaríska verðbréfamarkaðarins Nasdaq á OMX markaðnum, sem rekur kauphallir í  Stokkhólmi, Helsinki, Kaupmannahöfn og í Eystrasaltslöndunum.

Um byrjunarstig viðræðna er að ræða, að sögn fjölmiðla.

Ekki eru taldar líkur á að af kaupum verði fyrr en Nasdaq hefur tekið ákvörðun um hvort yfirtökutilboð verði gert í Kauphöllina í Lúndunum í Bretlandi (LSE). Nasdaq á rétt rúman fjórðung bréfa í LSE.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×