Viðskipti innlent

Gáfu út fyrir 18 milljarða króna

Glitnir hefur gefið út víkjandi skuldabréf í Bandaríkjunum fyrir 250 milljónir dala, en það samsvarar um 18 milljörðum íslenskra króna. Kaupendur bréfanna voru að megninu til bandarískir fagfjárfestar.

Að sögn Glitnis var mikil umframeftirspurn eftir skuldabréfunum, en alls óskuðu fjárfestar eftir að kaupa fyrir 1,3 milljarða dala, eða sem samsvarar 93 milljörðum króna.

"Ánægjulegt er að sjá hversu góðar viðtökur útgáfan hlýtur," segir Tómas Kristjánsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Glitnis, og bætir við að með henni styrkist enn frekar eiginfjárstaða bankans. Kjörin sem bankanum buðust eru sögð heldur betri en verið hafa hjá bankanum að undanförnu. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×