Bankarnir spá 50 punkta hækkun stýrivaxta í dag 14. september 2006 09:29 Á bensínstöðinni Lækkun bensínverðs er meðal þess sem vegur þungt í verðbólgumælingu Hagstofunnar, en verðbólga milli mánaða reyndist minni en spáð hafði verið, þrátt fyrir útsölulok.Fréttablaðið/Valli Seðlabanki Íslands tilkynnir í dag ákvörðun sína um stýrivexti og er jafnvel talið að með hækkun nú ljúki vaxtahækkunarferli bankans. Verðbólga er enn hátt yfir markmiði Seðlabankans, en reyndist þó heldur minni í síðustu mælingu en spáð hafði verið. Gangi spár bankanna eftir verða stýrivextir fjórtán prósent. Greiningardeildir bankanna spá því allar að Seðlabanki Íslands hækki í dag stýrivexti um 0,5 prósentustig og þeir verði því fjórtán prósent eftir hækkun. Jafnframt er trú manna að vaxtahækkunarferli bankans sé að ljúka, en það hefur staðið frá vordögum 2004. Verðbólga reyndist í síðustu mælingu Hagstofu Íslands hafa hækkað minna milli mánaða en við var búist, eða um 0,61 prósent og mælist tólf mánaða verðbólga nú 7,6 prósent. Er það almennt mat greinenda að verðbólgan hafi náð toppi sínum og sé nú tekin að hjaðna. Við gerum því líka skóna að þetta verði síðasta hækkun bankans, þótt vissulega sé allt breytingum háð í þessum heimi, segir Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings banka. Í júní og júlí hélt maður til dæmis að samdráttur væri að bresta á en svo snerist allt við, hlutabréf hækkuðu og krónan líka og jeppaverð lækkaði um leið. Hann segir reyndar líka að endurskoðaðar hagvaxtartölur fyrir síðasta ár setji strik í reikninginn, en hagvöxtur reyndist meiri en áður hafði verið sagt. Líkön Seðlabankans eru mjög viðkvæm fyrir þessu, en trúlega verður þetta ekki tekið inn í spá bankans fyrr en næst í nóvember. Greiningardeild Landsbankans segist gera ráð fyrir hratt lækkandi verðbólgu og nýjustu verðbólgutölur Hagstofunnar styðji þá skoðun bankans. Háir stýrivextir samfara hjaðnandi verðbólgu munu á næstu vikum ná að lyfta raunvöxtum á markaði og draga þar með úr innlendri eftirspurn. Gangi þetta eftir skapast innan fárra mánaða forsendur til að slaka á peningastefnunni á ný, segir greiningardeild bankans í nýju áliti sínu. Í áliti greiningardeildar Glitnis segir sömuleiðis að búist sé við því að hækkun stýrivaxta nú verði annaðhvort sú síðasta eða næst síðasta hjá bankanum í vaxtahækkunarferlinu. Verðbólgan er hins vegar enn há og þenslan nokkur í þjóðarbúskapnum sem mun eflaust knýja Seðlabankann til að halda stýrivöxtum sínum háum nokkuð fram á næsta ár, segir Glitnir og bendir á að atvinnuleysi sé minna en nokkru sinni fyrr og einnig að hagvöxtur á síðasta ári hafi reynst meiri í nýbirtum tölum Hagstofu og langt umfram þann vöxt er samrýmist lágri verðbólgu. Verðbólgan mun áfram vera mikil fram á næsta ár og gæti aukist lítillega á næstu mánuðum frá því sem nú er, segir greiningardeildin. olikr@frettabladid.is Viðskipti Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Starbucks opnar á Íslandi Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Seðlabanki Íslands tilkynnir í dag ákvörðun sína um stýrivexti og er jafnvel talið að með hækkun nú ljúki vaxtahækkunarferli bankans. Verðbólga er enn hátt yfir markmiði Seðlabankans, en reyndist þó heldur minni í síðustu mælingu en spáð hafði verið. Gangi spár bankanna eftir verða stýrivextir fjórtán prósent. Greiningardeildir bankanna spá því allar að Seðlabanki Íslands hækki í dag stýrivexti um 0,5 prósentustig og þeir verði því fjórtán prósent eftir hækkun. Jafnframt er trú manna að vaxtahækkunarferli bankans sé að ljúka, en það hefur staðið frá vordögum 2004. Verðbólga reyndist í síðustu mælingu Hagstofu Íslands hafa hækkað minna milli mánaða en við var búist, eða um 0,61 prósent og mælist tólf mánaða verðbólga nú 7,6 prósent. Er það almennt mat greinenda að verðbólgan hafi náð toppi sínum og sé nú tekin að hjaðna. Við gerum því líka skóna að þetta verði síðasta hækkun bankans, þótt vissulega sé allt breytingum háð í þessum heimi, segir Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings banka. Í júní og júlí hélt maður til dæmis að samdráttur væri að bresta á en svo snerist allt við, hlutabréf hækkuðu og krónan líka og jeppaverð lækkaði um leið. Hann segir reyndar líka að endurskoðaðar hagvaxtartölur fyrir síðasta ár setji strik í reikninginn, en hagvöxtur reyndist meiri en áður hafði verið sagt. Líkön Seðlabankans eru mjög viðkvæm fyrir þessu, en trúlega verður þetta ekki tekið inn í spá bankans fyrr en næst í nóvember. Greiningardeild Landsbankans segist gera ráð fyrir hratt lækkandi verðbólgu og nýjustu verðbólgutölur Hagstofunnar styðji þá skoðun bankans. Háir stýrivextir samfara hjaðnandi verðbólgu munu á næstu vikum ná að lyfta raunvöxtum á markaði og draga þar með úr innlendri eftirspurn. Gangi þetta eftir skapast innan fárra mánaða forsendur til að slaka á peningastefnunni á ný, segir greiningardeild bankans í nýju áliti sínu. Í áliti greiningardeildar Glitnis segir sömuleiðis að búist sé við því að hækkun stýrivaxta nú verði annaðhvort sú síðasta eða næst síðasta hjá bankanum í vaxtahækkunarferlinu. Verðbólgan er hins vegar enn há og þenslan nokkur í þjóðarbúskapnum sem mun eflaust knýja Seðlabankann til að halda stýrivöxtum sínum háum nokkuð fram á næsta ár, segir Glitnir og bendir á að atvinnuleysi sé minna en nokkru sinni fyrr og einnig að hagvöxtur á síðasta ári hafi reynst meiri í nýbirtum tölum Hagstofu og langt umfram þann vöxt er samrýmist lágri verðbólgu. Verðbólgan mun áfram vera mikil fram á næsta ár og gæti aukist lítillega á næstu mánuðum frá því sem nú er, segir greiningardeildin. olikr@frettabladid.is
Viðskipti Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Starbucks opnar á Íslandi Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira