Viðskipti innlent

Vanskil í sögulegu lágmarki

Hlutfall vanskila hefur ekki verið lægra á síðustu fimm árum.
Hlutfall vanskila hefur ekki verið lægra á síðustu fimm árum.

Hlutfall vanskila af útlánum á öðrum ársfjórðungi ársins 2006 var 0,6 prósent en var 1,1 prósent á öðrum ársfjórðungi í fyrra. Hlutfallið var það sama, 0,6 prósent, í lok næstu tveggja ársfjórðunga á undan og hefur hlutfallið ekki verið lægra á síðustu fimm árum. Þetta sýna tölur sem Fjármálaeftirlitið hefur tekið saman um vanskil útlána hjá innlánsstofnunum. Ná þær til vanskila sem staðið hafa lengur en einn mánuð.

Vanskilahlutfall fyrirtækja varr rúmlega 0,5 prósent í lok 2. ársfjórðungs 2006 sem er svipað hlutfall og var í lok næstu tveggja ársfjórðunga á undan. Í lok annars ársfjórðungs 2005 var hlutfallið 0,9 prósent. Vanskilahlutfall einstaklinga lækkaði í 0,9 prósent í lok 2. ársfjórðungs 2006, frá 1,8 prósentum í lok annars ársfjórðungs 2005.

Í Vegvísi Landsbankans segir að á því tímabili sem tölur Fjármálaeftirlitsins ná yfir, frá árslokum 2000, hafi útlán nær fjórfaldast. Á sama tíma hafi vanskil aukist um 35 prósent í krónum talið. Lækkandi vanskilahlutfall skýrist að öllum líkindum af bættum kaupmætti, bættri afkomu fyrirtækja og hagstæðari lánskjörum á tímabilinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×