Viðskipti erlent

Tafir á afhendingu risaþota?

Airbus a380 risaþota
Airbus a380 risaþota

Mike Turner, forstjóri breska hergagnaframleiðandans BAE Systems, sem á 20 prósenta hlut í EADS, móðurfélagi flugvélaframleiðandans Airbus, segir líkur á að Airbus muni á næstu dögum tilkynna um enn frekari tafir á afhendingu A380 risafarþegaflugvéla frá félaginu.

Airbus hefur tvívegis á árinu greint frá töfum á framleiðslu flugvélanna vegna vandræða í rafkerfi þeirra. Gengi bréfa í EADS hefur lækkað um fjórðung vegna þessa auk þess sem æðstu stjórnendur félagsins þurftu að taka poka sinn í kjölfarið.

Stjórn EADS hefur vísað á bug fréttum þess efnis að afhending risaþotanna dragist enn frekar og segir lítinn fót fyrir þeim. Enn sé verið að rannsaka ástæður þess að framleiðsla flugvélanna tafðist upphaflega.

Kostnaður við hönnun A380 risaþotanna nemur nú 12 milljörðum evra eða rúmlega 1.000 milljörðum íslenskra króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×