Viðskipti erlent

Forstjóri Revlon segir af sér

Jack Stahl, forstjóri bandaríska snyrtivörufyrirtækisins Revlon, hefur sagt upp störfum eftir einungis fjögur ár í forstjórastóli. Ástæðan er verri afkoma fyrirtækisins á öðrum fjórðungi ársins en búist hafði verið við.

Stahl mun gegna stöðu sinni næsta mánuðinn en eftir það mun David L. Kennedy, fjármálastjóri Revlon, taka við starfi hans.

Snyrtivöruframleiðandinn tapaði 87,1 milljón dal eða tæplega 6,2 milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi. Þetta er rúmlega tvöfalt meira tap en á sama tíma í en þá nam tapið 35,8 milljónum dala eða rúmlega 2,5 milljörðum króna.

Helsta ástæða tapsins er minni sala en búist var við á Vital Radiance snyrtivörulínunni, hugsuð er fyrir konur yfir miðjum aldri sem fór á markað síðastliðið haust. Um stærsta markaðsátak Revlon var að ræða í áratug og átti línan að snúa afkomu fyrirtækisins til hins betra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×