Fjórir grunaðir um hryðjuverk 23. september 2006 07:00 Viðbragðsæfing á Kastrup-flugvelli Danskar og sænskar varðsveitir efndu til æfinga á Kastrup-flugvelli á miðvikudaginn þar sem líkt var eftir árás hryðjuverkamanna. MYND/AP Fjórir menn voru handteknir í Noregi á þriðjudaginn, grunaðir um að hafa staðið að skotárás á samkunduhús gyðinga í Ósló um síðustu helgi. Þeir eru einnig grunaðir um að hafa skipulagt sprengjuárásir á bandaríska og ísraelska sendiráðið í Ósló. Frá þessu var skýrt í norskum fjölmiðlum í gær. Ákærur á hendur mönnunum eru að hluta byggðar á upptökum úr hlerunarbúnaði, sem hafði verið komið fyrir í bifreið eins þeirra. Samkvæmt fréttaflutningi norskra fjölmiðla heyrðust mennirnir þar ræða sín á milli um sprengjuárásir á sendiráðin. Einnig eru þeir sagðir hafa talað um að höggva höfuðið af Miriam Shomrat, sendiherra Ísraels í Noregi. Hættan af hryðjuverkum hefur verið mikið til umræðu á Norðurlöndunum nú í vikunni. Á fimmtudaginn fullyrti leyniþjónusta dönsku lögreglunnar, PET, að hættan af íslömskum hryðjuverkamönnum í Evrópu stafaði helst af litlum og einangruðum hópum, en síður af stærri og þekktari samtökum á borð við Al Kaída. Þetta kom fram í ársskýrslu PET, þar sem segir enn fremur að hættan á slíkum hryðjuverkum sé meiri nú en áður, meðal annars í Danmörku, og þá beinlínis vegna þátttöku Dana í hernaði í Írak og Afganistan. Einnig hafi birting skopmyndanna af Múhameð spámanni í Jótlandspóstinum gert sitt til þess að auka hættuna. Danska leyniþjónustan segist hafa á þessu ári fengið veður af meira en tvö hundruð hótunum, sem bárust í tengslum við skopmyndirnar af Múhameð. Ekki er þó tekið fram hvort þær hótanir hafi allar komið frá herskáum múslimum eða hvort sumar þeirra hafi beinst að múslimum sem búa í Danmörku. Á fimmtudaginn hittust einnig í Finnlandi dómsmála- og innanríkisráðherrar Evrópusambandsríkjanna til þess að ræða aðferðir til að berjast gegn bæði hryðjuverkum og skipulagðri glæpastarfsemi. Þeir komust að þeirri niðurstöðu að nauðsynlegt væri að efla samstarf ríkjanna á þessu sviði til þess að ná betri árangri. Erlent Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Fleiri fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Sjá meira
Fjórir menn voru handteknir í Noregi á þriðjudaginn, grunaðir um að hafa staðið að skotárás á samkunduhús gyðinga í Ósló um síðustu helgi. Þeir eru einnig grunaðir um að hafa skipulagt sprengjuárásir á bandaríska og ísraelska sendiráðið í Ósló. Frá þessu var skýrt í norskum fjölmiðlum í gær. Ákærur á hendur mönnunum eru að hluta byggðar á upptökum úr hlerunarbúnaði, sem hafði verið komið fyrir í bifreið eins þeirra. Samkvæmt fréttaflutningi norskra fjölmiðla heyrðust mennirnir þar ræða sín á milli um sprengjuárásir á sendiráðin. Einnig eru þeir sagðir hafa talað um að höggva höfuðið af Miriam Shomrat, sendiherra Ísraels í Noregi. Hættan af hryðjuverkum hefur verið mikið til umræðu á Norðurlöndunum nú í vikunni. Á fimmtudaginn fullyrti leyniþjónusta dönsku lögreglunnar, PET, að hættan af íslömskum hryðjuverkamönnum í Evrópu stafaði helst af litlum og einangruðum hópum, en síður af stærri og þekktari samtökum á borð við Al Kaída. Þetta kom fram í ársskýrslu PET, þar sem segir enn fremur að hættan á slíkum hryðjuverkum sé meiri nú en áður, meðal annars í Danmörku, og þá beinlínis vegna þátttöku Dana í hernaði í Írak og Afganistan. Einnig hafi birting skopmyndanna af Múhameð spámanni í Jótlandspóstinum gert sitt til þess að auka hættuna. Danska leyniþjónustan segist hafa á þessu ári fengið veður af meira en tvö hundruð hótunum, sem bárust í tengslum við skopmyndirnar af Múhameð. Ekki er þó tekið fram hvort þær hótanir hafi allar komið frá herskáum múslimum eða hvort sumar þeirra hafi beinst að múslimum sem búa í Danmörku. Á fimmtudaginn hittust einnig í Finnlandi dómsmála- og innanríkisráðherrar Evrópusambandsríkjanna til þess að ræða aðferðir til að berjast gegn bæði hryðjuverkum og skipulagðri glæpastarfsemi. Þeir komust að þeirri niðurstöðu að nauðsynlegt væri að efla samstarf ríkjanna á þessu sviði til þess að ná betri árangri.
Erlent Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Fleiri fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent