Innlent

Forvarnir gegn brunaslysum

Guðlaugur Þór og Herdís. Stjórnarformaður Orkuveitunnar, Guðlaugur Þór Þórðarson, og Herdís Storgaard, forstöðumaður Sjóvá Forvarnahúss, undirrita hér samninginn.
Guðlaugur Þór og Herdís. Stjórnarformaður Orkuveitunnar, Guðlaugur Þór Þórðarson, og Herdís Storgaard, forstöðumaður Sjóvá Forvarnahúss, undirrita hér samninginn.

Samningur um forvarnar­samstarf gegn brunaslysum af völdum heits vatns var undirritaður á milli Orkuveitu Reykjavíkur og Sjóvá Forvarnarhúss á fimmtudaginn. Sjóvá Forvarnarhús mun leiða verkefnið með stuðningi og fulltingi Orkuveitu Reykjavíkur.

Verkefnið beinist að því að þróa og kynna lausnir til að koma í veg fyrir brunaslys af völdum heits vatns. Áætlað er að verkefnið muni kosta fjórar milljónir króna og standa í eitt ár. Orkuveita Reykjavíkur mun fjármagna verkefnið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×