Aðskilnaðarhreyfingvaknar úr löngum dvala 25. september 2006 06:15 Fagnar sjálfstæðiskosningu. Íbúar í Transnistríu vilja ólmir segja skilið við Moldóvu og helst sameinast Rússlandi. Fyrir rúmri viku voru haldnar kosningar í Transnistríu, litlu héraði í Moldóvu. Kosið var um sjálfstæði héraðsins, sem í reynd hefur verið sjálfstætt frá árinu 1990 þótt formleg viðurkenning á þeirri stöðu hafi aldrei fengist. Í kosningunum voru íbúum héraðsins gefnir tveir möguleikar: Annað hvort yrði héraðið verði áfram sjálfstætt, algerlega í óþökk við stjórnvöld Moldóvu, en í framhaldinu yrði þá stefnt að sameiningu við Rússland, eða skrefið yrði tekið í hina áttina og ákveðið að sameinast Moldóvu. Kosningaþátttakan var góð, nærri 79 prósent allra íbúa í Transnistríu mættu á kjörstað, og af þeim samþykktu 97 prósent áframhaldandi sjálfstæði og þar með sameiningu við Rússland þegar fram líða stundir.Fleiri deilur blundaÍ tengslum við þessar kosningar heyrðust oft varnaðarorð um að þær gætu hvatt aðskilnaðarhreyfingar víðar í fyrrverandi Sovétlýðveldum til dáða, og má þar nefna íbúa í Abkasíu og Suður-Ossetíu, sem bæði eru héröð í Georgíu, og einnig íbúana í Nagorno-Karabakh í Armeníu. Hörð átök hafa sett svip sinn á sögu þessara héraða eftir að Sovétríkin liðuðust í sundur fyrir hálfum öðrum áratug.Sömuleiðis þótti hætta á því að kosningarnar í Transnistríu gerðu rússneskum stjórnvöldum erfitt fyrir, því þau hafa stutt aðskilnaðarhreyfingar Rússa í öðrum ríkjum en barið hart niður allar aðskilnaðarhreyfingar innan eigin landamæra, eins og til að mynda í Tsjetsjeníu.Transnistría er eitt einangraðasta svæði Evrópu. Til þess að komast frá Tiraspol, sem er höfuðborg Transnistríu, til Chisinau, höfuðborgar Moldóvu, þarf að fara í gegnum fimm eftirlitsstöðvar, en stór hluti íbúa héraðsins eiga ekkert vegabréf og komast því alls ekki þessa leið. Héraðið Transnistría er löng og mjó landræma meðfram austurlandamærum Moldóvu, austan við ána Dniestr. Transnistría tilheyrði áður Sovétríkjunum og hafði stöðu sjálfstæðs héraðs þar áður en Stalín hirti vænan part af hinum moldóvska hluta Rúmeníu og sameinaði hann héraðinu í nýtt Sovétlýðveldi sem fékk nafnið Moldova.Kostaði 1.500 manns lífiðEftir fall Sovétríkjanna féllu braust fljótlega út stríð milli Moldóvu og Transnistríu sem kostaði 1500 manns lífið en lauk árið 1992, án þess þó að endanleg niðurstaða fengist í sjálfstæðismálinu.Íbúar í Transnistríu eru um það bil 550 þúsund, flestir af rússneskum eða úkraínskum uppruna, en þriðjungur íbúanna er moldóvskur. Íbúarnir minnast margir hverjir Sovétríkjanna með hlýhug og tákn Sovétríkjanna er enn víða að finna í höfuðborginni Tiraspol.Opinbert tungumál Moldóvu er hins vegar rúmenska, og Transnistríubúar hafa enn horn í síðu Rúmena frá því stjórn hliðholl nasistum var þar við völd í heimsstyrjöldinni síðari.„Pólitískur farsi“Utanríkisráðherra Moldóvu kallaði sjálfstæðiskosningarnar í Transnistíur „pólitískan farsa“ sem ekki myndi breyta nokkrum sköpuðum hlut, enda hefur héraðið í reynd verið sjálfstætt í hálfan annan áratug. Einnig þykir afar ólíklegt að af sameiningu við Rússland verði nokkurn tímann, í það minnsta ekki í fyrirsjáanlegri framtíð. Auk þess á héraðið ekki landamæri að Rússlandi, því Úkraína er á milli Rússlands og Moldóvu.Íbúar héraðsins virðast hins vegar upp til hópa ánægðir með að loksins hafi verið efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæðismálið. „Við hefðum átt að gera þetta fyrir löngu,“ hafði blaðakona AP-fréttastofunnar eftir konu á sextugsaldri, sem var á göngu við risastóra styttu af Lenín sem prýðir miðbæinn í Tiraspol, höfuðborg héraðsins. „Við eigum heima í Rússlandi.“ Erlent Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Fyrir rúmri viku voru haldnar kosningar í Transnistríu, litlu héraði í Moldóvu. Kosið var um sjálfstæði héraðsins, sem í reynd hefur verið sjálfstætt frá árinu 1990 þótt formleg viðurkenning á þeirri stöðu hafi aldrei fengist. Í kosningunum voru íbúum héraðsins gefnir tveir möguleikar: Annað hvort yrði héraðið verði áfram sjálfstætt, algerlega í óþökk við stjórnvöld Moldóvu, en í framhaldinu yrði þá stefnt að sameiningu við Rússland, eða skrefið yrði tekið í hina áttina og ákveðið að sameinast Moldóvu. Kosningaþátttakan var góð, nærri 79 prósent allra íbúa í Transnistríu mættu á kjörstað, og af þeim samþykktu 97 prósent áframhaldandi sjálfstæði og þar með sameiningu við Rússland þegar fram líða stundir.Fleiri deilur blundaÍ tengslum við þessar kosningar heyrðust oft varnaðarorð um að þær gætu hvatt aðskilnaðarhreyfingar víðar í fyrrverandi Sovétlýðveldum til dáða, og má þar nefna íbúa í Abkasíu og Suður-Ossetíu, sem bæði eru héröð í Georgíu, og einnig íbúana í Nagorno-Karabakh í Armeníu. Hörð átök hafa sett svip sinn á sögu þessara héraða eftir að Sovétríkin liðuðust í sundur fyrir hálfum öðrum áratug.Sömuleiðis þótti hætta á því að kosningarnar í Transnistríu gerðu rússneskum stjórnvöldum erfitt fyrir, því þau hafa stutt aðskilnaðarhreyfingar Rússa í öðrum ríkjum en barið hart niður allar aðskilnaðarhreyfingar innan eigin landamæra, eins og til að mynda í Tsjetsjeníu.Transnistría er eitt einangraðasta svæði Evrópu. Til þess að komast frá Tiraspol, sem er höfuðborg Transnistríu, til Chisinau, höfuðborgar Moldóvu, þarf að fara í gegnum fimm eftirlitsstöðvar, en stór hluti íbúa héraðsins eiga ekkert vegabréf og komast því alls ekki þessa leið. Héraðið Transnistría er löng og mjó landræma meðfram austurlandamærum Moldóvu, austan við ána Dniestr. Transnistría tilheyrði áður Sovétríkjunum og hafði stöðu sjálfstæðs héraðs þar áður en Stalín hirti vænan part af hinum moldóvska hluta Rúmeníu og sameinaði hann héraðinu í nýtt Sovétlýðveldi sem fékk nafnið Moldova.Kostaði 1.500 manns lífiðEftir fall Sovétríkjanna féllu braust fljótlega út stríð milli Moldóvu og Transnistríu sem kostaði 1500 manns lífið en lauk árið 1992, án þess þó að endanleg niðurstaða fengist í sjálfstæðismálinu.Íbúar í Transnistríu eru um það bil 550 þúsund, flestir af rússneskum eða úkraínskum uppruna, en þriðjungur íbúanna er moldóvskur. Íbúarnir minnast margir hverjir Sovétríkjanna með hlýhug og tákn Sovétríkjanna er enn víða að finna í höfuðborginni Tiraspol.Opinbert tungumál Moldóvu er hins vegar rúmenska, og Transnistríubúar hafa enn horn í síðu Rúmena frá því stjórn hliðholl nasistum var þar við völd í heimsstyrjöldinni síðari.„Pólitískur farsi“Utanríkisráðherra Moldóvu kallaði sjálfstæðiskosningarnar í Transnistíur „pólitískan farsa“ sem ekki myndi breyta nokkrum sköpuðum hlut, enda hefur héraðið í reynd verið sjálfstætt í hálfan annan áratug. Einnig þykir afar ólíklegt að af sameiningu við Rússland verði nokkurn tímann, í það minnsta ekki í fyrirsjáanlegri framtíð. Auk þess á héraðið ekki landamæri að Rússlandi, því Úkraína er á milli Rússlands og Moldóvu.Íbúar héraðsins virðast hins vegar upp til hópa ánægðir með að loksins hafi verið efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæðismálið. „Við hefðum átt að gera þetta fyrir löngu,“ hafði blaðakona AP-fréttastofunnar eftir konu á sextugsaldri, sem var á göngu við risastóra styttu af Lenín sem prýðir miðbæinn í Tiraspol, höfuðborg héraðsins. „Við eigum heima í Rússlandi.“
Erlent Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira