Viðskipti innlent

Eimskip á áætlun

Eimskip skilaði rekstrarhagnaði fyrir afskriftir (EBITDA) upp á 1,4 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi og 3,3 milljörðum króna fyrir fyrstu níu mánuði reikningsársins. Hlutfall EBITDA af veltu nam fjórtán prósentum.

Tekjur Eimskipa á fjórðungnum námu tíu milljörðum króna.

Áætlanir félagsins, sem er dótturfélag Avion Group, ganga vel og er stefnt að fjögurra milljarða EBITDA-hagnaði á árinu og að framlegðarhlutfallið verði um 13,3 prósent. Allt bendir til þess að þau markmið náist á fjórða ársfjórðungi og gott betur en það.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×