Viðskipti innlent

Braut blað í stefnumótunarfræðum

Samkeppniskraftagreiningin er rauður þráður í bókum Michael E. Porters, að sögn Runólfs Smára Steinþórssonar, prófessors við viðskipta og hagfræðideild HÍ.
Samkeppniskraftagreiningin er rauður þráður í bókum Michael E. Porters, að sögn Runólfs Smára Steinþórssonar, prófessors við viðskipta og hagfræðideild HÍ.

Runólfur Smári Stein­þórsson, prófessor við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, segir að sterk staða Michaels E. Porter á sviði stefnumótunar og fyrirtækjarekstrar sé ótvíræð. Hann sé prófessor á efsta stigi, lengra verði ekki komist í Harvard. Því til sönnunar sé bæði titill hans og stofnun í stefnumótun og samkeppnishæfni sem sett var á laggirnar við Hardvard til að efla starf hans.

Runólfur hélt kynningu á Porter í Háskóla Íslands í síðustu viku þar sem hitað var upp fyrir ráðstefnuna og fyrirlesturinn á mánudag í næstu viku. "Þetta er einstaklingur sem brýtur blað í stefnumótunarfræðunum árið 1980 þegar hann gerir meðal annars grein fyrir ferli verðmætasköpunar innan fyrirtækja," segir Runólfur og bætir við að þótt stefnumótunarfræðin hafi mótast um 20 árum áður en Porter skrifaði bók sína þá hafi ekki verið búið að stilla fræðunum upp með sama hætti og hann gerði með samkeppniskraftagreiningunni.

"Hún þykir núna ómissandi verkfæri í greiningarvinnu við stefnumótun í rekstri fyrirtækja," segir Runólfur og bendir á að kenning Porters sé rauður þráður í gegnum fleiri bækur hans, meðal annars í bók hans um samkeppnishæfni þjóða frá árinu 1990. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×