Verðlaun veitt fyrir afbragðs auglýsingar Hólmfríður Helga Sigurðardóttir skrifar 22. nóvember 2006 00:01 Ingólfur Hjörleifsson, framkvæmdastjóri SÍA. Nokkur fyrirtæki sem sýnt hafa afburða árangur í auglýsinga- og markaðsstarfi eiga gott í vændum næstkomandi föstudag. Í síðustu viku lágu dómarar EFFIE-keppninnar yfir innsendum tillögum að auglýsingum og herferðum sem þykja verðskulda lof. Yfir hádegisverði á Hótel Nordica á föstudaginn verður tilkynnt um sigurvegara í EFFIE 2006, af þeim sautján innsendingum sem bárust. SÍA, Samband íslenskra auglýsingastofa, stendur fyrir keppninni. Að sögn Ingólfs Hjörleifssonar, framkvæmdastjóra SÍA, eru engin auglýsingaverðlaun eins hátt skrifuð og eftirsótt á alþjóðlegan mælikvarða og þau eru mikilvæg viðbót við önnur auglýsinga- og markaðsverðlaun, á borð við ÍMARK-verðlaunin og Lúðurinn, sem veitt eru hér á landi. Ingólfur segir þau um margt ólík öðrum verðlaunum hvað varðar þá þætti sem tekið er tillit til við val á sigurvegurum. Fyrir það fyrsta eru þau ekki fegurðarsamkeppni auglýsinga heldur er það sá mælanlegi árangur sem af auglýsingunni eða herferðinni hlýst sem skiptir máli. Við val á verðugum sigurvegurum eru dómarar keppninnar beðnir um að meta hvernig ýmsir markaðsþættir á borð við stefnumörkun, sköpunarþáttinn, birtingar og rannsóknir vinna saman. Með því að meta árangurinn af þessum þáttum og verðlauna þá er verðlaununum ætlað að stuðla að markvissari og árangursríkari markaðssetningu fyrirtækja. Annað sem er sérstakt við EFFIE-verðlaunin er að fjöldi sigurvegara er ekki ljós í upphafi. Ef engin innsendinganna er talin verðskulda fyrstu verðlaun er þeim einfaldlega sleppt og einungis gefin silfur- og bronsverðlaun. Síðast þegar EFFIE-verðlaunin voru afhent hér á landi, árið 2003, unnu Framsóknarflokkurinn og Toyota á Íslandi til gullverðlauna. Framsóknarflokkurinn fyrir vel heppnaða ímyndarherferð fyrir þingkosningar það árið og Toyota fyrir auglýsingaherferðina „Ég er Yaris" sem flestir sem fylgjast með fjölmiðlum af einhverju tagi muna örugglega eftir. Í ár eru verðlaunin veitt öðru sinni og er stefnt að því að framvegis verði þau veitt á tveggja ára fresti. Þær auglýsingaherferðir sem valið stendur á milli í ár eru eftirfarandi: „Íslensk sókn um allan heim" frá Avion Group og Himni og hafi, „4x4xCRV Honda" frá Bernhard og H:N Markaðssamskiptum, „Ímyndarherferð Glitnis" frá Glitni og Hvíta húsinu, „Það er gott að eldast" frá Happdrætti DAS og Íslensku auglýsingastofunni, „Takk" frá Happdrætti SÍBS og H:N Markaðssamskiptum, „Lýður Oddsson" frá Íslenskri getspá og ENNEMM, „Gulu síðurnar" frá Já og ENNEMM, „Nám er lífsstíll" frá KB banka og ENNEMM, „Það hefur aldrei verið auðveldara að gefa" frá Netbankanum og Himni og hafi, „Ævintýraeyjan Ísland" frá Olís og Himni og hafi, „Aygo" frá Toyota á Íslandi og Íslensku auglýsingastofunni, „Láttu Póstinn sjá um allan pakkann" frá Póstinum og Íslensku auglýsingastofunni, „Sama hver staðan er - þú getur alltaf hringt kollekt" frá Símanum og ENNEMM, „Sérstök börn til betra lífs" frá Sjónarhóli og Íslensku auglýsingastofunni, „Átak 2004" frá Sorpu og H:N Markaðssamskiptum, „Ekki bara spari að spara" frá SPRON verðbréfum og Himni og hafi og „Ef þú ert tryggður - þá færðu það bætt" frá TM og Íslensku auglýsingastofunni. Auglýsinga- og markaðsmál Héðan og þaðan Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Sjá meira
Nokkur fyrirtæki sem sýnt hafa afburða árangur í auglýsinga- og markaðsstarfi eiga gott í vændum næstkomandi föstudag. Í síðustu viku lágu dómarar EFFIE-keppninnar yfir innsendum tillögum að auglýsingum og herferðum sem þykja verðskulda lof. Yfir hádegisverði á Hótel Nordica á föstudaginn verður tilkynnt um sigurvegara í EFFIE 2006, af þeim sautján innsendingum sem bárust. SÍA, Samband íslenskra auglýsingastofa, stendur fyrir keppninni. Að sögn Ingólfs Hjörleifssonar, framkvæmdastjóra SÍA, eru engin auglýsingaverðlaun eins hátt skrifuð og eftirsótt á alþjóðlegan mælikvarða og þau eru mikilvæg viðbót við önnur auglýsinga- og markaðsverðlaun, á borð við ÍMARK-verðlaunin og Lúðurinn, sem veitt eru hér á landi. Ingólfur segir þau um margt ólík öðrum verðlaunum hvað varðar þá þætti sem tekið er tillit til við val á sigurvegurum. Fyrir það fyrsta eru þau ekki fegurðarsamkeppni auglýsinga heldur er það sá mælanlegi árangur sem af auglýsingunni eða herferðinni hlýst sem skiptir máli. Við val á verðugum sigurvegurum eru dómarar keppninnar beðnir um að meta hvernig ýmsir markaðsþættir á borð við stefnumörkun, sköpunarþáttinn, birtingar og rannsóknir vinna saman. Með því að meta árangurinn af þessum þáttum og verðlauna þá er verðlaununum ætlað að stuðla að markvissari og árangursríkari markaðssetningu fyrirtækja. Annað sem er sérstakt við EFFIE-verðlaunin er að fjöldi sigurvegara er ekki ljós í upphafi. Ef engin innsendinganna er talin verðskulda fyrstu verðlaun er þeim einfaldlega sleppt og einungis gefin silfur- og bronsverðlaun. Síðast þegar EFFIE-verðlaunin voru afhent hér á landi, árið 2003, unnu Framsóknarflokkurinn og Toyota á Íslandi til gullverðlauna. Framsóknarflokkurinn fyrir vel heppnaða ímyndarherferð fyrir þingkosningar það árið og Toyota fyrir auglýsingaherferðina „Ég er Yaris" sem flestir sem fylgjast með fjölmiðlum af einhverju tagi muna örugglega eftir. Í ár eru verðlaunin veitt öðru sinni og er stefnt að því að framvegis verði þau veitt á tveggja ára fresti. Þær auglýsingaherferðir sem valið stendur á milli í ár eru eftirfarandi: „Íslensk sókn um allan heim" frá Avion Group og Himni og hafi, „4x4xCRV Honda" frá Bernhard og H:N Markaðssamskiptum, „Ímyndarherferð Glitnis" frá Glitni og Hvíta húsinu, „Það er gott að eldast" frá Happdrætti DAS og Íslensku auglýsingastofunni, „Takk" frá Happdrætti SÍBS og H:N Markaðssamskiptum, „Lýður Oddsson" frá Íslenskri getspá og ENNEMM, „Gulu síðurnar" frá Já og ENNEMM, „Nám er lífsstíll" frá KB banka og ENNEMM, „Það hefur aldrei verið auðveldara að gefa" frá Netbankanum og Himni og hafi, „Ævintýraeyjan Ísland" frá Olís og Himni og hafi, „Aygo" frá Toyota á Íslandi og Íslensku auglýsingastofunni, „Láttu Póstinn sjá um allan pakkann" frá Póstinum og Íslensku auglýsingastofunni, „Sama hver staðan er - þú getur alltaf hringt kollekt" frá Símanum og ENNEMM, „Sérstök börn til betra lífs" frá Sjónarhóli og Íslensku auglýsingastofunni, „Átak 2004" frá Sorpu og H:N Markaðssamskiptum, „Ekki bara spari að spara" frá SPRON verðbréfum og Himni og hafi og „Ef þú ert tryggður - þá færðu það bætt" frá TM og Íslensku auglýsingastofunni.
Auglýsinga- og markaðsmál Héðan og þaðan Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Sjá meira