Viðskipti innlent

Hvetur til umræðu um krónuna

Tekur við Heiðursdoktorsnafnbót
Michael E. Porter, prófessor við Harvardháskóla í Bandaríkjunum, var í gær gerður heiðursdoktor við Háskóla Íslands.
Tekur við Heiðursdoktorsnafnbót Michael E. Porter, prófessor við Harvardháskóla í Bandaríkjunum, var í gær gerður heiðursdoktor við Háskóla Íslands.

Kostnaður við krónuna sem gjaldmiðil er meiri en nemur ávinningnum af því að halda henni, segir Michael E. Porter, prófessor við Harvard Business School, sem af mörgum er talinn einhver áhrifamesti viðskiptahugsuður vorra tíma.

Porter hélt í gær fyrirlestur um samkeppnishæfni þjóðarinnar á Hótel Nordica, en hann var hér staddur á vegum rannsóknar- og ráðgjafarfyrirtækisins Capacent. Hann segir þjóðina þurfa að einbeita sér að uppbyggingu iðnaðar og viðskipta á sérhæfðum sviðum þar sem hún geti jafnframt byggt á reynslu sinni og styrk. Þá segir hann að huga þurfi að heildarmyndinni. „Vandinn við samkeppnishæfi er að allt skiptir máli, menntakerfi, heilbrigðismál og umgjörð atvinnulífsins," segir hann og hvetur til samráðs stjórnmálaafla, fræðimanna og atvinnulífsins um hvert skuli stefnt.

Porter tók í gær við heiðurdoktorsnafnbót við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, en deildin undirbýr nú samstarf við Harvard-háskóla um kennslu í rekstrarhagfræði á meistarastigi með sérstakri áherslu á samkeppnishæfni fyrirtækja og þjóða. Stofnun Porters við Harvard, Institute for Strategy and Competitiveness, hefur boðið viðskipta- og hagfræðideild til samstarfsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×