Raforka dýrari hér en víðast í V-Evrópu 3. október 2006 06:45 maður klífur háspennumastur Stóriðja nýtur betri kjara á raforkukaupum en almenningur. Skilyrði fyrir slíkum samningum er að það komi ekki niður á raforkuverði til almennings, að sögn sérfræðings hjá Landsvirkjun. „Það er algengur misskilningur hjá fólki að það sé ódýrt raforkuverð á Íslandi. Upphitun er vissulega hræódýr en hið sama á ekki við um raforkuna sem er að vissu leyti ástæða fyrir því að við sóum henni,“ segir Sigurður Ingi Friðleifsson, framkvæmdastjóri Orkustofnunar. Í nýrri skýrslu Orkustofnunar um orkumál á Íslandi kemur fram að raforkuverð til heimila hérlendis er vel yfir meðallagi miðað við þau lönd í Vestur-Evrópu sem notuð eru til samanburðar. „Það sem veldur því að stórum hluta að við komum ekki betur út í verðsamanburði er að við búum í stóru landi miðað við íbúafjölda og erum með dreifða byggð. Dreifing og flutningur á raforku á Íslandi er því dýr,“ segir Haukur Eggertsson, sérfræðingur hjá Orkustofnun. „En á móti kemur líka að orkuverð til heimilanna er heldur ekkert mikið ódýrara en það sem gengur og gerist. Og það er verðlagning Landsvirkjunar sem ræður því, á hvaða verði þeir selja raforkuna til sölufyrirtækja í dag.“ Haukur segir enn fremur ekkert leyndarmál að stóriðjan nýtur betri kjara en almenningsveitur þegar kemur að orku frá Landsvirkjun. Edvard G. Guðnason, sérfræðingur hjá Landsvirkjun, segir raforkuverð Landsvirkjunar til smásala vera sambærilegt miðað við verð til smásala í Evrópu og jafnvel lægra. „Til dæmis hefur raforkuverð á hinum Norðurlöndunum hækkað mikið á undanförnum misserum, meðal annars vegna vatnsskorts til að knýja orkuver og lokun kjarnorkuvera.“ Þeir samningar sem gerðir hafa verið vegna stóriðju standa fyllilega undir sér og þeim kostnaði sem þeir eiga að bera, að sögn Edvards. „Enda hefur það verið skilyrði fyrir að gera þá samninga að þeir eigi ekki að hafa áhrif á raforku til almennings.“ Edvard telur að raforkuverð hér á landi muni ekki hækka að raungildi hér á næstum árum á meðan almennt hækkandi orkuverð í heiminum muni hækka verðið erlendis. Sigurður Ingi segir raforkuverð hafa farið lækkandi undanfarið. „Og það eru forsendur til staðar til að það verði ódýrara hlutfallslega heldur en í Evrópu. Þar eru menn að reyna að skipta yfir í endurnýjanlega orkugjafa en við erum svo heppin að vera með 100 prósenta raforkuframleiðslu í endurnýjanlegum orkugjöfum. Mikið af raforkuframleiðslu í Evrópu er fengið úr jarðvegseldsneyti á borð við kol og olíu. Og verðið á jarðvegseldsneyti er á uppleið eins og við vitum.“ Sigurður Ingi telur líkur á því að í framtíðinni skilji leiðir í samanburði við Evrópuríki Íslandi í hag þannig að raforkuverð hér verði ódýrara en í Evrópu. Innlent Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira
„Það er algengur misskilningur hjá fólki að það sé ódýrt raforkuverð á Íslandi. Upphitun er vissulega hræódýr en hið sama á ekki við um raforkuna sem er að vissu leyti ástæða fyrir því að við sóum henni,“ segir Sigurður Ingi Friðleifsson, framkvæmdastjóri Orkustofnunar. Í nýrri skýrslu Orkustofnunar um orkumál á Íslandi kemur fram að raforkuverð til heimila hérlendis er vel yfir meðallagi miðað við þau lönd í Vestur-Evrópu sem notuð eru til samanburðar. „Það sem veldur því að stórum hluta að við komum ekki betur út í verðsamanburði er að við búum í stóru landi miðað við íbúafjölda og erum með dreifða byggð. Dreifing og flutningur á raforku á Íslandi er því dýr,“ segir Haukur Eggertsson, sérfræðingur hjá Orkustofnun. „En á móti kemur líka að orkuverð til heimilanna er heldur ekkert mikið ódýrara en það sem gengur og gerist. Og það er verðlagning Landsvirkjunar sem ræður því, á hvaða verði þeir selja raforkuna til sölufyrirtækja í dag.“ Haukur segir enn fremur ekkert leyndarmál að stóriðjan nýtur betri kjara en almenningsveitur þegar kemur að orku frá Landsvirkjun. Edvard G. Guðnason, sérfræðingur hjá Landsvirkjun, segir raforkuverð Landsvirkjunar til smásala vera sambærilegt miðað við verð til smásala í Evrópu og jafnvel lægra. „Til dæmis hefur raforkuverð á hinum Norðurlöndunum hækkað mikið á undanförnum misserum, meðal annars vegna vatnsskorts til að knýja orkuver og lokun kjarnorkuvera.“ Þeir samningar sem gerðir hafa verið vegna stóriðju standa fyllilega undir sér og þeim kostnaði sem þeir eiga að bera, að sögn Edvards. „Enda hefur það verið skilyrði fyrir að gera þá samninga að þeir eigi ekki að hafa áhrif á raforku til almennings.“ Edvard telur að raforkuverð hér á landi muni ekki hækka að raungildi hér á næstum árum á meðan almennt hækkandi orkuverð í heiminum muni hækka verðið erlendis. Sigurður Ingi segir raforkuverð hafa farið lækkandi undanfarið. „Og það eru forsendur til staðar til að það verði ódýrara hlutfallslega heldur en í Evrópu. Þar eru menn að reyna að skipta yfir í endurnýjanlega orkugjafa en við erum svo heppin að vera með 100 prósenta raforkuframleiðslu í endurnýjanlegum orkugjöfum. Mikið af raforkuframleiðslu í Evrópu er fengið úr jarðvegseldsneyti á borð við kol og olíu. Og verðið á jarðvegseldsneyti er á uppleið eins og við vitum.“ Sigurður Ingi telur líkur á því að í framtíðinni skilji leiðir í samanburði við Evrópuríki Íslandi í hag þannig að raforkuverð hér verði ódýrara en í Evrópu.
Innlent Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira