Raforka dýrari hér en víðast í V-Evrópu 3. október 2006 06:45 maður klífur háspennumastur Stóriðja nýtur betri kjara á raforkukaupum en almenningur. Skilyrði fyrir slíkum samningum er að það komi ekki niður á raforkuverði til almennings, að sögn sérfræðings hjá Landsvirkjun. „Það er algengur misskilningur hjá fólki að það sé ódýrt raforkuverð á Íslandi. Upphitun er vissulega hræódýr en hið sama á ekki við um raforkuna sem er að vissu leyti ástæða fyrir því að við sóum henni,“ segir Sigurður Ingi Friðleifsson, framkvæmdastjóri Orkustofnunar. Í nýrri skýrslu Orkustofnunar um orkumál á Íslandi kemur fram að raforkuverð til heimila hérlendis er vel yfir meðallagi miðað við þau lönd í Vestur-Evrópu sem notuð eru til samanburðar. „Það sem veldur því að stórum hluta að við komum ekki betur út í verðsamanburði er að við búum í stóru landi miðað við íbúafjölda og erum með dreifða byggð. Dreifing og flutningur á raforku á Íslandi er því dýr,“ segir Haukur Eggertsson, sérfræðingur hjá Orkustofnun. „En á móti kemur líka að orkuverð til heimilanna er heldur ekkert mikið ódýrara en það sem gengur og gerist. Og það er verðlagning Landsvirkjunar sem ræður því, á hvaða verði þeir selja raforkuna til sölufyrirtækja í dag.“ Haukur segir enn fremur ekkert leyndarmál að stóriðjan nýtur betri kjara en almenningsveitur þegar kemur að orku frá Landsvirkjun. Edvard G. Guðnason, sérfræðingur hjá Landsvirkjun, segir raforkuverð Landsvirkjunar til smásala vera sambærilegt miðað við verð til smásala í Evrópu og jafnvel lægra. „Til dæmis hefur raforkuverð á hinum Norðurlöndunum hækkað mikið á undanförnum misserum, meðal annars vegna vatnsskorts til að knýja orkuver og lokun kjarnorkuvera.“ Þeir samningar sem gerðir hafa verið vegna stóriðju standa fyllilega undir sér og þeim kostnaði sem þeir eiga að bera, að sögn Edvards. „Enda hefur það verið skilyrði fyrir að gera þá samninga að þeir eigi ekki að hafa áhrif á raforku til almennings.“ Edvard telur að raforkuverð hér á landi muni ekki hækka að raungildi hér á næstum árum á meðan almennt hækkandi orkuverð í heiminum muni hækka verðið erlendis. Sigurður Ingi segir raforkuverð hafa farið lækkandi undanfarið. „Og það eru forsendur til staðar til að það verði ódýrara hlutfallslega heldur en í Evrópu. Þar eru menn að reyna að skipta yfir í endurnýjanlega orkugjafa en við erum svo heppin að vera með 100 prósenta raforkuframleiðslu í endurnýjanlegum orkugjöfum. Mikið af raforkuframleiðslu í Evrópu er fengið úr jarðvegseldsneyti á borð við kol og olíu. Og verðið á jarðvegseldsneyti er á uppleið eins og við vitum.“ Sigurður Ingi telur líkur á því að í framtíðinni skilji leiðir í samanburði við Evrópuríki Íslandi í hag þannig að raforkuverð hér verði ódýrara en í Evrópu. Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Erlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Fleiri fréttir Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Sjá meira
„Það er algengur misskilningur hjá fólki að það sé ódýrt raforkuverð á Íslandi. Upphitun er vissulega hræódýr en hið sama á ekki við um raforkuna sem er að vissu leyti ástæða fyrir því að við sóum henni,“ segir Sigurður Ingi Friðleifsson, framkvæmdastjóri Orkustofnunar. Í nýrri skýrslu Orkustofnunar um orkumál á Íslandi kemur fram að raforkuverð til heimila hérlendis er vel yfir meðallagi miðað við þau lönd í Vestur-Evrópu sem notuð eru til samanburðar. „Það sem veldur því að stórum hluta að við komum ekki betur út í verðsamanburði er að við búum í stóru landi miðað við íbúafjölda og erum með dreifða byggð. Dreifing og flutningur á raforku á Íslandi er því dýr,“ segir Haukur Eggertsson, sérfræðingur hjá Orkustofnun. „En á móti kemur líka að orkuverð til heimilanna er heldur ekkert mikið ódýrara en það sem gengur og gerist. Og það er verðlagning Landsvirkjunar sem ræður því, á hvaða verði þeir selja raforkuna til sölufyrirtækja í dag.“ Haukur segir enn fremur ekkert leyndarmál að stóriðjan nýtur betri kjara en almenningsveitur þegar kemur að orku frá Landsvirkjun. Edvard G. Guðnason, sérfræðingur hjá Landsvirkjun, segir raforkuverð Landsvirkjunar til smásala vera sambærilegt miðað við verð til smásala í Evrópu og jafnvel lægra. „Til dæmis hefur raforkuverð á hinum Norðurlöndunum hækkað mikið á undanförnum misserum, meðal annars vegna vatnsskorts til að knýja orkuver og lokun kjarnorkuvera.“ Þeir samningar sem gerðir hafa verið vegna stóriðju standa fyllilega undir sér og þeim kostnaði sem þeir eiga að bera, að sögn Edvards. „Enda hefur það verið skilyrði fyrir að gera þá samninga að þeir eigi ekki að hafa áhrif á raforku til almennings.“ Edvard telur að raforkuverð hér á landi muni ekki hækka að raungildi hér á næstum árum á meðan almennt hækkandi orkuverð í heiminum muni hækka verðið erlendis. Sigurður Ingi segir raforkuverð hafa farið lækkandi undanfarið. „Og það eru forsendur til staðar til að það verði ódýrara hlutfallslega heldur en í Evrópu. Þar eru menn að reyna að skipta yfir í endurnýjanlega orkugjafa en við erum svo heppin að vera með 100 prósenta raforkuframleiðslu í endurnýjanlegum orkugjöfum. Mikið af raforkuframleiðslu í Evrópu er fengið úr jarðvegseldsneyti á borð við kol og olíu. Og verðið á jarðvegseldsneyti er á uppleið eins og við vitum.“ Sigurður Ingi telur líkur á því að í framtíðinni skilji leiðir í samanburði við Evrópuríki Íslandi í hag þannig að raforkuverð hér verði ódýrara en í Evrópu.
Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Erlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Fleiri fréttir Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Sjá meira