Viðskipti innlent

Stofna félag um fjárfestingar

Glitnir hefur stofnað fjárfestingarfélag í Noregi á sviði fasteigna ásamt Saxbygg og öðrum smærri fjárfestum frá Íslandi. Tilgangur félagsins er að fjárfesta í fasteignum í Noregi og á Norðurlöndunum. Union Group, sem Glitnir á 50,1 prósents hlut í, mun sjá um rekstur félagsins. Eigið fé hins nýja félags er ríflega fimm milljarðar íslenskra króna og fjárfestingargeta milli tuttugu og þrjátíu milljarða.

Stofnun félagsins er liður í að nýta þá sérþekkingu sem er að finna innan Glitnis og dótturfyrirtækja bankans í Noregi á sviði fasteignaviðskipta, er haft eftir Alexander K. Guðmundssyni, framkvæmdastjóra hjá Glitni í Noregi, í fréttatilkynningu.

Félagið er tekið til starfa og er þegar unnið að fyrstu fjárfestingum þess í Noregi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×