Viðskipti innlent

Síldarvinnslan í breytingum

Síldarvinnslan í Neskaupstað
Síldarvinnslan í Neskaupstað

Síldarvinnslan hf. og Garðar Guðmundsson hf., sem gerir út ms Gudmund Ólaf ÓF, verða sameinuð á næstunni í kjölfar þess að Síldarvinnslan keypti um 20 prósenta hlut í félaginu. Fyrir átti Síldarvinnslan um 80 prósenta hlut í félaginu.

Síldarvinnslan stendur nú í verulegum breytingum á skipastól sínum, kvóta og nokkrum öðrum þáttum starfseminnar og eru kaupin liður í því. Til að mynda hefur Súlan EA frá Akureyri verið keypt með aflaheimildum og verður skipið afhent Síldarvinnslunni eftir næstu loðnuvertíð.

Síldarvinnslan hefur um 26 þúsund þorskígildistonn til ráðstöfunar, aðallega í uppsjávartegundum. Í vor lauk byggingu nýrrar frystigeymslu í Neskaupstað og getur Síldarvinnslan nú geymt yfir 20 þúsund tonn af frystum afurðum. Sala á mjöli og lýsi hefur nú verið flutt frá Reykjavík til Neskaupstaðar. Þar að auki hefur öll starfsemi SR-Mjöls varðandi sölu, fjármál og gæðaeftirlit verið flutt frá Reykjavík til Neskaupstaðar og Seyðisfjarðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×