Innlent

Ríkið sparar í lyfjakaupum

fjárlagafrumvarpið 2007 Stefnt er að því að lækka lyfjakostnað ríkisins um hálfan milljarð króna.
fjárlagafrumvarpið 2007 Stefnt er að því að lækka lyfjakostnað ríkisins um hálfan milljarð króna.

Lækka á kostnað ríkisins vegna lyfjakaupa um hálfan milljarð króna á næsta ári, samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar.

Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra segir málið í vinnslu og enn sé óljóst hvernig markmiðinu verði náð. Spurður hvort til greina komi að ríkið sjálft taki upp lyfjainnflutning svaraði Árni því til að ýmislegt hefði verið rætt en engar ákvarðanir teknar.

Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að lyfjaliður sjúkratrygginga nemi tæpum átta milljörðum króna á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×