Innlent

Áhrif farsíma á fólk verði könnuð

Drífa Hjartar­dóttir sjálfstæðisflokki Fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Drífa Hjartar­dóttir sjálfstæðisflokki Fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Átta þingmenn úr þremur flokkum vilja að gerð verði faraldsfræðileg rannsókn á mögulegum áhrifum rafsegulsviðs farsíma og rafsegulbylgna á mannslíkamann. Rannsóknin verði framkvæmd á næstu tíu árum og niðurstöðum hennar skilað fyrir 1. október 2017.

Flutningsmenn, sem skilgreina rafsegulsvið sem mengun, telja vert að skoða hvort nýgengi krabbameins í heila, gláku og annarra augnskemmda hafi aukist síðan noktun farsíma hófst.

Þingsályktunartillaga um rannsóknina er nú lögð fram á þingi öðru sinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×