Viðskipti innlent

Stjórnendur selja í Mosaic Fashions

Stjórnarformaður og þrír hátt settir stjórnendur í Mosaic Fashions seldu í gær samtals 69.960.585 hluti í félaginu. Salan fór fram á genginu 17,2 og var söluandvirði hlutanna því rúmlega 1,2 milljarðar króna. Þetta voru þeir Stewart Binnie, stjórnarformaður félagsins, Richard Glanville fjármálastjóri, Derek Lovelock forstjóri og Meg Lustman, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar. Eftir söluna eiga stjórnendurnir þrír og stjórnarformaðurinn samtals eftir 324.540.754 hluti í félaginu. Meðal kaupenda að hlutunum voru Glitnir banki, Fons, eignarhaldsfélag í eigu Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar, og aðrir fjárfestar. Jafnframt keyptu þeir Gunnar Sigurðsson og Þór Sigfússon, stjórnarmenn í Mosaic, samtals 1.744.186 hluti í félaginu. - hhs





Fleiri fréttir

Sjá meira


×