Handbolti

Flensburg vann

Örguggt hjá Flensburg. Ljubomir Vranjes, leikmaður Flensburg, skorar hér mark í leiknum í gær.
Örguggt hjá Flensburg. Ljubomir Vranjes, leikmaður Flensburg, skorar hér mark í leiknum í gær.

Viggó Sigurðsson og lærisveinar hans í Flensburg unnu þægilegan útisigur á Skopje frá Makedóníu í X-riðli Meistaradeildarinnar í gær, 37-29. Yfirburðir Flensburg voru töluverðir í leiknum og hafði liðið meðal annars 21-10 forystu í hálfleik en það slakaði nokkuð á undir lokin þegar Viggó leyfði minni spámönnum sínum að spreyta sig.

"Þetta var skyldusigur fyrir okkur og ég er ánægður með leik okkar. Ánægðastur er ég þó með að engir leikmenn meiddust í leiknum," sagði Viggó við þýska fjölmiðla eftir leikinn, en mikil meiðsli eru þessa stundina í herbúðum þýska liðsins.

Í öðrum leikjum gærdagsins steinlá Bregenz, lið Dags Sigurðssonar, fyrir Valladolid, 35-24. Meistarar Ciudad Real vann Schaffhausen auðveldlega á heimavelli, 39-31. Ekki fengjust upplýsingar um þáttöku Ólafs Stefánssonar í leiknum. Þá vann Portland San Antonio léttan sigur á RK Sarajevo, 32-22.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×